09.04.2008 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 9. apríl 2008 kl:21:00. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og Karólína Hulda Guðmundsdóttir kom inn fyrir Gísla Baldur Henrýsson.
1. Lögð fram þriggja ára fjárhagsáætlun til seinni umræðu. Samþykkt.
2. Lögð fram fundargerð skipulags- og bygginganefndar nr. 17 dagsett 27. mars 2008. Samþykkt.
3. Lögð fram fundargerð skipulags- og bygginganefndar nr. 18 dagsett 7. apríl 2008. Samþykkt og að hreppsnefnd sendi inn athugasemdir við frumvarp til skipulagslaga.
4. Lögð fram breyting á deiliskipulagi Indriðastaðahlíðar, sem frestað var á fundi 6. mars 2008. Einnig var lagt fram minnisblað frá Guðmundi Ómari Hafsteinssyni hdl.Málinu vísað aftur til skipulags- og bygginganefndar og skipulagsfulltrúa falið að óska eftir meðmælum frá Skipulagsstofnum.
5. Lögð fram breyting á deiliskipulagi Bleikulágaráss, sem frestað var á fundi 6. mars 2008. Einnig var lagt fram minnisblað frá Guðmundi Ómari Hafsteinssyni hdl. Málinu vísað aftur til skipulags- og bygginganefndar og skipulagsfulltrúa falið að óska eftir meðmælum frá Skipulagsstofnum.
6. Vinna við aðalskipulag Skorradalshrepps rætt. K. Huldu Guðmundsdóttur falið að ræða stöðu málsins við Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt.
7. Lagt fram bréf frá Borgarbyggð dagsett 14. mars 2008 er varðar svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar. Bréfið var móttekið 4. apríl 2008. Með vísan í bréf Skorradalshrepps til Borgarbyggðar dagsett 31. mars 2008 mun oddviti óska eftir fundi með sveitarstjóra Borgarbyggðar.
8. Lögð fram gjaldskrá um byggingaleyfi til seinni umræðu. Gjaldskrá samþykkt með einni breytingu.
9. Rætt um sumarstarfsmann bygginga- og skipulagsfulltrúa. Samþykkt að að ráða Vigni Þór Siggeirsson í starfið.
10. Rædd tillaga að umsögn um atriði í frumvarpi til skipulagslaga og frumvarpi til breytinga á lögum um brunavarnir nr. 75/2000. Samþykkt að senda umsagnir til umhverfisnefndar Alþingis og oddvita falið að ganga frá þeim.
11. Lögð fram tillaga frá Almannavarnanefnd Borgarfjarðar og Dala um að sveitastjórn greiði 400 kr. fyrir hvern skráðan íbúa sveitarfélagsins á ári hverju til búnaðar- og tækjasjóðs. Samþykkt.
12. Lagt fram erindi er varðar minkasíur. Samþykkt og oddvita falið að ræða við Reyni Bergsveinsson.
13. Lagt fram erindi frá blakliði Hvanna er varðar styrkbeiðni. Samþykkt að styrkja liðið um 30.000. Fjóla tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
14. Lögð fram styrkbeiðni frá Ungmennafélaginu Íslendingi er varðar árið 2007. Samþykkt
15. Lögð fram styrkbeiðni frá Ungmennafélaginu Íslendingi er varðar árið 2008. Samþykkt að veita 80.000 kr. í Hreppslaug vegna 80 ára afmælis laugarinnar en 70.000 kr. í íþróttastarfið.
16. Lagt fram bréf dagsett 9. apríl 2008 frá skipulags- og byggingafulltrúa er varðar efnistöku úr Hornsá. Hreppsnefnd staðfestir að efnistaka er framkvæmdaleyfisskyld samkvæmt skipulags- og byggingalögum og viðauka í skipulagsreglugerð enda mun efnistakan breyta verulega ásýnd landsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:23:56