1 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 29. desember 2009 kl:21.22 að Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og Pétur Davíðsson.
Fundarritari:Fjóla Benediktsdóttir
Á fundinn mætti Konráð Konráðsson til að fara yfir ársreikninginn.
1. Lagður fram ársreikningur 2008 til síðari umræðu. Rekstrartekjur sveitarfélagsins námu 51,4 millj. kr. Ársreikningur 2008 samþykktur.
Konráð Konráðsson vék af fundi.
2. Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun 2009 til seinni umræðu. Endurskoðun fjárhagsáætlunin 2009, samþykkt.
3. Lögð fram fjárhagsáætlun 2010 til fyrri umræðu. Fjárhagsáætlun 2010 vísað til seinni umræðu.
4. Farið var yfir stöðu mála í Aðalskipulagsvinnunni.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:23.20