1. júlí 2009 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 1. júlí 2009 kl. 21:00 á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og Fjóla Benediktsdóttur.
Pétur Davíðsson ritaði fundargerð.
1. Skipulagsmál. Jón E. Einarsson formaður skipulags- og bygginganefndar og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið. Almenn umræða og Ólöf tók saman punkta.
2. Lögð fram til fyrri umræðu gjaldskrá vegna sorphirðu og eyðingu. Hreppsnefnd samþykkir að vísa henni til seinni umræðu.

3. Skjalamál sveitarfélagsins. Lagt fram tilboð frá Kjaran hf. og One Systems Ísland hf. Oddvita falið að vinna málið áfram í samræmi við umræðu fundarins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.22:45