10.mars 2009 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 10. mars 2009 kl:16.30. Þessi sátu fundinn: Davíð Pétursson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og Pétur Davíðsson. Jón E. Einarsson kom inn sem varamaður fyrir Fjólu Benediktsdóttur.
1. Fjárhagsáætlun 2009, seinni umræða. Lögð fram til seinni umræðu fjárhagsáætlun ársins 2009. Hreppsnefnd ákvað á síðasta fundi sínum 28. febrúar s.l. að leggja niður embætti skipulags- og byggingafulltrúa Skorradalshrepps og er búið taka tillit þess í áætluninni. Hreppsnefnd samþykkir fjárhagsáætlunina samhljóða. Samþykkt að endurskoða fjárhagsáæltunina í maí n.k.
2. Fundargerð fundar nr. 6 búfjáreftirlitsnefndar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps. Lögð fram kynningar.
3. Fundargerð fundar nr. 7 búfjáreftirlitsnefndar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps. Lögð fram tilkynningar.
4. Fyrri umræða um gjaldskrá búfjáreftirlits í Borgarbyggð og Skorradalshreppi. Samþykkt að vísa gjaldskránni til seinni umræðu.
5. Málefni dvalarheimilisins í Borgarnesi. Samþykkt að heimila Páli S. Brynjarssonar, sveitastjóra Borgarbyggðar, að undirrita f.h. Skorradalshrepps bréf til félags- og tryggingamálaráðuneytisins vegna uppbyggingar dvalarheimilisins.
6. Erindi frá félagi sumarhúsaeiganda í Dagverðarnesi. Lagt fram til kynningar, erindinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:18.25