100 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
100. fundur
þriðjudaginn 13. september 2016 kl. 11:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Tryggvi Valur Sæmundsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi. SV var viðstaddur fund í gegnum síma

Þetta gerðist:
Byggingarleyfismál
1. Indriðastaðir 4, umsókn um stækkun – Mál nr. 1510001
Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. fyrir landeiganda og lóðarhöfum Indriðastaða 3 og 5. Grenndarkynningartíma var frá 2. júní til 2. júlí 2016. Þar sem póstur var endursendur var grenndarkynningartími framlengdur til 21. júlí 2016. Engar athugasemdir bárust á grenndarkynningartíma. Óskað var eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda um fjarlægð fyrirhugaðrar byggingar frá Skorradalsvatni. Samkvæmt hans mælingum er gert ráð fyrir að fyrirhuguð bygging muni standa um 40 m frá vatni, en sbr. gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð er kveðið á um að utan þéttbýlis skuli ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að fengin var undanþága frá umræddri grein skipulagsreglugerðar vegna sambærilegs máls á lóð Indriðastaða 3.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að veitt verði byggingarleyfi ef fæst undanþága frá umræddri grein skipulagsreglugerðar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um fjarlægð frá vatni. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
2. Indriðastaðir Kaldárkot – Mál nr. 1607009
Skipulags- og byggingarnefnd afgreiddi byggingarleyfisumsókn til grenndarkynningar á 99. fundi nefndarinnar þann 2. ágúst 2016. Þegar teikningar bárust þann 28. ágúst sl. kom í ljós að nýja frístundahúsið er á öðrum stað en núverandi hús. Ný staðsetning er innan 50 m frá Kaldá, en sbr. gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð er kveðið á um að utan þéttbýlis skuli ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarleyfisumsókn verði ekki grenndarkynnt fyrr en fengin hefur verið undanþága frá umræddri grein skipulagsreglugerðar hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um fjarlægð frá Kaldá. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Önnur mál
3. Gjaldskrá embættis skipulags- og byggingarfulltrúa – Mál nr. 1603005
Gjaldskrá embættis skipulags- og byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa gjaldskrá til afgreiðslu hreppsnefndar.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:20.