101 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
101. fundur

þriðjudaginn 11. október 2016 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

TVS forfallaðist.
SV var viðstaddur fund í gegnum síma.
Þetta gerðist:

Fundargerðir til staðfestingar

1

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 38 – Mál nr. 1606002F

Lagt fram til kynningar.

1.1

1605005 – Hvammsskógur 43, umsókn um byggingarleyfi

1.2

1605012 – Indriðastaðir 10, umsókn um byggingarleyfi

1.3

1606019 – Refsholt 19, umsókn um byggingarleyfi

2

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 39 – Mál nr. 1607001F

Lagt fram til kynningar

2.1

1605008 – Vatnsendahlíð 87, byggingarmál

2.2

1604006 – Fitjahlíð 51A, niðurrif byggingar

2.3

1605007 – Umsókn um flutning Vatnsendahlíð 187 og 189

2.4

1602004 – Indriðastaðir 1A

2.5

1607009 – Indriðastaðir Kaldárkot

3

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 40 – Mál nr. 1610002F

Lagt fram til kynningar.

3.1

1609005 – Hvammsskógur 11, byggingarmál

3.2

1609006 – Vatnsendahlíð 183, Umsókn um byggingarleyfi

Byggingarleyfismál

4

Vatnsendahlíð 183, Umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1609006

Á 40. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa er málinu vísar til Skipulags- og byggingarnefndar þar sem ætlað byggingarmagn er umfram heimildir á lóð. Sótt er um að byggja frístundarhús 107,1 m2 að stærð. Heimilað byggingarmagn á lóð er 100 m2 samkvæmt gildandi deiliskipulagi frístundalóða á Vatnsendahlíð, 8. áfanga.

Skipulags- og byggingarnefnd frestar málinu þar til fyrir liggur breyting á deiliskipulagi.

Skipulagsmál

5

Vatnsendahlíð 183, breyting á deiliskipulagi – Mál nr. 1610003

Óskað er eftir breytingu deiliskipulags Vatnsendahlíðar, 8. áfanga er varðar lóð Vatnsendahlíðar 183. Um er að ræða aukið byggingarmagn á lóð úr 100 fm í 107,1 fm. Breytingartillaga deiliskipulags liggur ekki fyrir.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags Vatnsendahlíðar, 8. áfanga skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar aukið byggingarmagn á lóð Vatnsendahlíðar 183, með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist. Tillaga óverulegrar breytingar deiliskipulags verður grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 180, 181, 182, 184, 185 og landeiganda.

Framkvæmdarleyfi

6

Indriðastaðir, endurnýjun hitaveitulagnar, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1608001

Sótt er um framkvæmdaleyfi um endurnýjun hitaveitulagnar í landi Indriðastaða. Um er að ræða stofnlagnir og heimtaugar í elsta hluta frístundabyggðar Indriðastaða, Stráksmýrar og tveggja lóða við Skógarás. Deiliskipulag liggur ekki fyrir í elsta hluta frístundabyggðar Indriðastaða.

Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að umrædd framkvæmd sé ekki framkvæmdaleyfisskild þar sem nefndin telur hana vera óverulega sbr. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Skipulags- og byggingarnefnd leggur samt til að aflað verði umsagnar Minjastofnunar þar sem framkvæmd fer um svæði þar sem ekki er í gildi deiliskipulag. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fyrispurn

7

Hvammsskógur 45, bygg.mál – Mál nr. 1407004

Eigendur lóðanna, Hvammsskógar 45 og 47, í landi Hvamms í Skorradal, óska heimildar til að loka skurði sem er á milli lóðanna og setja rör í skurðinn 200 / 250 mm drenrör og loka yfir með jarðvegi.

Að sögn lóðarhafa þá er sjaldan vatn í skurðinum það vatn sem í hann kemur er frá brunni sem yfirfall. Lóðarhafar vita ekki hvort umræddur brunnur er í notkun ennþá og þá af hverjum.

Brunnurinn er vatnsból Skógræktar ríkisins í Hvammi og er í notkun. Í ljósi þessa er afar mikilvægt að lóðarhafar loki ekki skurðinum nema í fullu samráði við Skógræktina. Skipulags- og byggingarnefnd gerir að öðru leiti ekki athugasemd við umrædda aðgerð. Skipulagsfulltrúa falið að senda afrit af afgreiðslu nefndarinnar á Skógrækt ríkisins í Hvammi.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

14:00.