103 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
103. fundur

þriðjudaginn 4. apríl 2017 kl. 14:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Jón Friðrik Snorrason.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Skipulagsmál

1

Dagverðarnes 51-53, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1703004

Óskað er eftir breytingu deiliskipulags er varðar svæði 6 í landi Dagverðarness. Breytingin varðar lóð Dagverðarness 52. Um er að ræða breytingu á greinargerð er varðar heimild til að byggja 3 hús á lóð í stað tveggja og að hámarksstærð gestahúss og geymslu/bátaskýlis megi vera 35 m2. Umrædd breyting samræmist aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverlega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt er til að skipulagsfulltrúi grenndarkynni umrædda breytingu fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 1, 51, 53, 126 og landeiganda.

2

Vatnsendahlíð 183, breyting á deiliskipulagi – Mál nr. 1610003

Breyting deiliskipulags var grenndarkynnt frá 21. febrúar til 21. mars 2017. Grenndarkynning barst ekki öllum grönnum þar sem erindi var sent á rangt heimilisfang lóðarhafa. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum þar sem lýst er andstöðu við umræddar breytingar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að deiliskipulagsbreyting verði ekki samþykkt á grundvelli innsendra athugasemda og telur ekki ástæðu til að endurtaka grenndarkynningu þrátt fyrir formgalla á grenndarkynningu. Lagt er til að skipulagsfulltrúa verði falið að upplýsa lóðarhafa Vatnsendahlíðar 183 og aðila sem gerðu athugasemdir um niðurstöðuna.

Framkvæmdarleyfi

3

Hvammsskógur,umsókn um framkvæmdaleyfi göngustígs – Mál nr. 1607008

Fullnægjandi framkvæmdaleyfisgögn bárust 31. jan. 2017. Fyrirhugaður göngustígur er í samræmi við gildandi deiliskipulag sem auglýst var í Stjórnartíðindum þann 4. mars 2002. Málið var kynnt aðliggjandi lóðarhöfum þ.e. Hvammsskógi 30 og 32 með tölvupósti dags. 31. jan. 2017. Erindi barst frá lóðarhafa Hvammsskóga 32, dags. 3. mars 2017 þar sem hann andmælti fyrirhugaðri framkvæmd. Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að erindið hafi ekki áhrif á ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfisins en leggur áherslu á, í ljósi þeirra ábendinga sem fram komu í erindinu, að öllu raski á gróðri verði haldið í lágmarki og stígur látinn fylgja landslagi í hæðarlegu eins og kostur er.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að veitt verði framkvæmdaleyfi sbr. 1. mgr. 13 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt er til að skipulagsfulltrúi vinni málið áfram.

4

Ljósleiðari, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1704002

Fyrirhugað er að leggja ljósleiðar innan sveitarfélagsins. Fyrstu drög um lagnaleið lögð fram til kynningar.

Málinu frestað.

5

Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1704004

Umsókn barst um framkvæmdaleyfi vegna hreinsunar á inntakslóni Andakílsárvirkjunar. Framkvæmdin felst í því að flytja efni úr lónsstæðinu og koma fyrir á völdum stöðum í eða við lónið. Efnisflutningar eru alls 30 000 m3.

Málinu frestað þar til fyrir liggur fullnægjandi framkvæmdaleyfisgögn, umsögn Fiskistofu, Veiðifélags Skorradalsvatns og Veiðifélags Andakílsár og samþykki landeiganda. Enn fremur óskar nefndin eftir kynning á framkvæmdinni.

Önnur mál

6

Húsakönnun á jörðum í Skorradalshreppi – Mál nr. 1011026

Óskað var eftir við Minjastofnun að fá send drög að byggða- og húsakönnun í Skorradalshreppi. Drögin lágu fyrir haustið 2011.

Drögin eru lögð fram til kynningar. Málinu frestað.

7

Skráning menningarminja, skilaskyld gögn – Mál nr. 1702006

Erindi barst frá Minjastofnun Ísland dags. 10. jan. 2017, þar sem óskað er eftir gögnum vegna skráningar menningarminja; fornleifa, húsa og mannvirkja. Með skilaskyldum gögnum er átt við gögn sem orðið hafa til við skráningu menningarminja eftir 1. jan. 2013.

Skipulagsfulltrú falið að svara erindi Minjastofnunar í samræmi við umræður á fundinum.

8

Skógrækt í skipulagsáætlunum sveitarfélaga, III útgáfa 2017 – Mál nr. 1704003

Leiðbeiningarrit lagt fram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

15:40.