108 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 108
Miðvikudaginn 14. júní 2017 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

50 ára afmæli Björgunarsveitarinnar OK í febrúar s.l. – Mál nr. 1702007

Í tilefni af tímamótum samþykkti hreppsnefnd að færa Björgunarsveitinni kr. 100.000,-

Samþykkt, en hreppsnefnd hafði samþykkt gjöfina áður á símafundi.

2

Ljósleiðari í Skorradal – Mál nr. 1602003

PD fór yfir stöðu málsins. Lagt fram svarbréf Borgarbyggðar frá 13. júní s.l. við erindi Skorradalshrepps um stofnun á sameiginlegu félagi til lagningar á ljósleiðara í Andakíl og Skorradal. Borgarbyggð hafnar þessum möguleika.

Lögð fram drög af stofngögnum væntanlegs einkahlutafélags Ljóspunktur ehf. Eins lagði fram verksamningar við TSV sf. og Unnsteinn Snorra Snorrason.

Umræður urðu um málið. Ákveðið að stefnt skuli að halda íbúafund 22. júní n.k. um ljósleiðaramál.

Samþykkt að klára gögn fyrir stofnun einkahlutafélagsins Ljóspunktur ehf.

Samningar við TSV sf. og Unnsteinn Snorra Snorrason.

3

Vatnshorn – Mál nr. 1211010

Lagt fram tilboð Skógræktarstjóra í hlut Skorradalshrepps í jörðinni Vatnshorni.

Farið yfir tilboðið. Samþykkt að fela oddvita að gera gagntilboð.

4

Framdalsfélagið – samningur um samstarf. – Mál nr. 1608009

ÁH fer yfir málið.

ÁH sagði frá fundi sem haldinn var með Minjastofnun þann 30. maí s.l. Í ljósi reglna við úthlutun frá Minjastofnun vegna verndarsvæði í byggð þá þarf að taka til endurskoðunar samning Skorradalshrepps við Framdalsfélagið frá í s.l. ágúst. Oddvita falið að vinna málið áfram.

5

Erindi frá Borgarbyggð vegna breytingar á réttardögum. – Mál nr. 1705004

Lögð fram bókun Borgarbyggðar frá 11. maí s.l.

6

Hleðslustöð fyrir bíla – Mál nr. 1706005

Orkusalan færði í vetur Skorradalshreppi hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla.

Tillaga er um staðsetningu við Hreppslaug. Oddvita falið að ræða við formann Ungmennafélagsins Íslendings.

7

Birkimói 2, 4 og 6 – Mál nr. 1706004

Óbyggðar og óúthlutaðar lóðir.

Oddvita falið að koma þeim á framfæri.

Fundargerðir til staðfestingar

8

Skipulags- og byggingarnefnd – 104 – Mál nr. 1705002F

Lögð fram fundargerð skipulagsnefndar frá 23. maí s.l.

Samþykktur þessi eini liður

8.1

1704004 – Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi

Fundargerðir til kynningar

9

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, stjórnarfundir nr. 128, 129 & 130 – Mál nr. 1706002

Lagðar fram fundargerðir nr. 128, 129 og 130

Fundargerðirnar kynntar.

10

Fundir stjórnar Faxaflóahafna nr. 154-157 – Mál nr. 1706003

Lagðir fram fundir stjórnar nr. 154-157

Fundargerðirnar kynntar.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:35.