11. nóvember 2009 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 11. nóvember 2009 kl:21.00 að Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, Fjóla Benediktsdóttir Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson mætti í stað K. Huldu Guðmundsdóttur aðalmanns.
Fjóla Benediktsdóttir ritaði fundargerð.
1. Lagt fram minnisblað oddvita um undirritaða samninga frá síðasta fundi. Minnisblaðið samþykkt.

Á fundinn mætti Ólöf Guðný Valdimarsdóttir starfsmaður á skipulags- og byggingarsviði.

2.Lagður fram aftur 5. liður 37. fundargerð skipulags- og bygginganefndar, dagsett 2. september s.l, þar sem honum var frestað á hreppsnefndarfundi 9.september s.l. Mikil umræða var um fyrirliggjandi tillögu, Davíð og Fjóla voru alfarið á móti því að lóðirnar nr. 57, 57a, 57b og 57c væru inni á deiliskipulagstillögunni. Pétur vildi halda inn lóð nr. 57. Niðurstaða umræðunnar var sú að samþykkt var að fella þessar lóðir úr deiliskipulagstillögunni þar sem talið er að þær falli ekki vel að landslaginu og breyti ásýnd svæðisins. Jón og Guðrún sátu hjá.

Hreppsnefnd heimilir auglýsingu samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar lóðirnar hafa verið felldar út úr deiliskipulagstillögunni.

3. Lögð fram 38. fundargerð skipulags- og bygginganefndar dagsett 12. október 2009. Samþykkt
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir vék af fundi.
4. Tekið fyrir erindi frá Jóni Loftssyni, skógræktarstjóra er varðar rjúpnaveiði í Vatnshornsskógi. Erindinu hafnað.
5. Tekið fyrir erindi frá Jóni Loftssyni, skógræktarstjóra er varðar Hvammshlíðina dagsett 27. október 2009. Oddvita falið að fara yfir málið.
6. Tekið fyrir bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögnum vegna sölu jarða og fleira. Oddvita falið að vinna málið áfram.
7. Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun dagsett 5. nóvember 2009. Oddvita falið að gera athugasemdir við fjárlaganefnd Alþingis.
8. Lagt fram erindi frá allsherjarnefnd Alþingis dagsett 9. nóvember 2009 er varðar persónukjör. Erindið kynnt.
9. Bílamál skipulags- og byggingarsviðs. Oddvita falið að finna og kaupa bíl fyrir embættið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:23.41