Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
112. fundur
þriðjudaginn 6. febrúar 2018 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sigrún Guttormsdóttir Þormar. Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Framdalsfélagið – samningur um samstarf. – Mál nr. 1608009
| |
Fundur var haldinn þann 30. jan. sl. með Framdalsfélaginu, að ósk félagsins. Á fundinn mættu f. h. félagsins Karólína Hulda Guðmundsdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir og Benóný Eiríksson. Fyrir hönd skipulags- og byggingarnefndar mættu Jón Eiríkur Einarsson, Pétur Davíðsson og Sigurbjörg Ósk Áskeldóttir, skipulagsfulltrúi. Lagt var fram minnisblað Framdalsfélagsins dags. 30. jan. 2018.
| ||
|
||
2
|
Fornleifaskráning í Skorradal – Mál nr. 1411012
| |
Fyrri áfanga af tveimur í aðalskráningu fornminja í Skorradalshreppi er lokið. Um var að ræða skráningu fornminja í framdal Skorradals. Í þessum áfanga var 231 minjastaður skráður, en í skýrslunni birtast upplýsingar um 370 fornleifar.
| ||
Skýrsla Fornleifastofnunar Íslands ses. lögð fram og lagt til að skýrslan verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins.
| ||
|
||
3
|
Uppmæling á fornminjum í Skorradal – Mál nr. 1802002
| |
Uppmæling á fornminjum í Skorradal fór fram á vordögum 2017. Skýrslan er yfirlit yfir uppmælingar á minjastöðu sem koma fram í aðalskráningu fornleifa, fyrri áfanga.
| ||
Skýrsla Fornleifastofnun Íslands ses. lögð fram og lagt til að skýrslan verði birt á heimasíðu sveitarfélgsins.
| ||
|
||
4
|
Húsakönnun 2018 – Mál nr. 1802001
| |
Samkvæmt 4. mgr. 37.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal lagt mat á varðveislugildi svipmóts byggðar og einstakra bygginga sem fyrir eru, við gerð húsakönnunar. Þannig er tryggt að nægileg þekking sé til staðar til að taka upplýstar ákvarðanir um verndun gæði byggðar og einstakra húsa og til að móta hið byggða umhverfi til framtíðar. Árið 2011 fékk Skorradalshreppu styrk úr Húsafriðunarsjóði til húsakönnunar. Það verk fór af stað, en því lauk ekki. Lögð er fram verkáætlun og tilboð í húsakönnun fyrir allt sveitarfélagið sem skipt er upp í tvo áfanga. Skil á skýrslu fyrsta áfanga verði um miðjan maí og skil á öðrum áfanga verði í októberlok 2018.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að gengið verði til samninga við Fornleifastofnunar Íslands ses. og Hjörleif Stefánsson.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
5
|
Fitjar, breyting aðalskipulags – Mál nr. 1712004
| |
Óskað hefur verið eftir, f. h. landeiganda með tölvuósti dags. 2.2.2018, óverulegri breytingu aðalskipulags er varðar niðurfellingu verslunar- og þjónustusvæðis í landi Fitja til að koma fyrir íbúðalóðum á landbúnaðarlandi sbr. stefnumörkun Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu aðalskipulags sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem niðurfelling verslunar- og þjónustusvæðis hefur engin áhrif á landnotkun eða á einstaka aðila eða sjónræn áhrif á menningarlandslag framdalsins.
| ||
|
||
6
|
Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags – Mál nr. 1706010
| |
Tillaga breytingar aðalskipulags var kynnt á opnum degi þann 30. jan. 2018 á skrifstofu sveitarfélagsins. Tillagan var einnig kynnt aðliggjandi sveitarfélögum, þ.e. Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð með erindi dags. 23. jan. 2018.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillaga breytingar Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar Indriðastaði og Mófellsstaði verði auglýst sbr. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30.gr. sömu laga.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
15:05.