113 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 113

miðvikudaginn 13. desember 2017 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Fjárhagsáætlun 2018 – Mál nr. 1712002

Áætlun lögð fram til fyrri umræðu.

Samþykkt að vísa henni til seinni umræðu. Oddvita falið að sækja um frest á afgreiðslu áætlunar til ráðherra.

2

Ákvörðun útsvarsprósentu fyrir árið 2018 – Mál nr. 1712005

Tillaga frá oddvita.

Samþykkt að halda óbreyttri útsvarsprósentu 12,44% fyrir árið 2018.

3

Ljósleiðari í Skorradal – Mál nr. 1602003

Sótt var um styrk fyrir 7 tengistaði. Fjarskiptasjóður samþykkti styrkumsókn og á Skorradalshreppur kost á 2.550.000 til lagningar og tengja þessa 7 staði.

Hreppsnefnd samþykkir að taka við þeim styrk.

4

Stefna vegna matsbeiðni – frá Héraðsdómi Vesturlands. – Mál nr. 1712006

Oddvita barst stefna til að mæta fyrir Héraðsdóm vegna skipunar á matsmanni vegna ágreinings um ástands fasteignarinnar að Vatnsendahlíð 28

Oddviti mætti á dómþing 5. desember s.l. Héraðsdómur hefur skipað matsmann. Byggingafulltrúa falið að fylgjast með og vinna málið áfram ef þörf krefur.

Fundargerðir til staðfestingar

5

Skipulags- og byggingarnefnd – 110 – Mál nr. 1712002F

Lögð fram fundargerð skipulagsnefndar frá 12. desember s.l.

Hreppsnefnd vísar liðum 5.4 og 5.6 aftur til skipulagsnefndar. Hreppsnefnd telur afgreiðslu þessara liða ekki samræmast reglum í aðalskipulagi sveitarfélagsins. JEE og PD sátu hjá við þessa afgreiðslu. Oddvita falið upplýsa nefndina í samræmi við umræður á fundinum. Aðrir liðir fundargerðarinnar samþykktir.

5.1

1712001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 45

5.2

1710006 – Hagi skipting á landi

5.3

1706010 – Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags

5.4

1712001 – Fitjar, deiliskipulag íbúðalóða

5.5

1712003 – Hreinsun Andakílsár, framkvæmdaleyfi II

5.6

1712004 – Fitjar, breyting aðalskipulags

Skipulagsmál

6

Kæra nr. 54/2017, Hvammsskógur framkvæmdaleyfi göngustígur – Mál nr. 1706001

Málið var tekið fyrir á 111. fundi hreppsnefndar þann 11. okt. 2017, en mistök voru gerð í bókun nefndarinnar. Málið er því aftur tekið til afgreiðslu nefndarinnar til fullnaðarafgreiðslu.

Fallið hefur úrskurður Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 54/2017. Úrskurður ÚUA er að felld er úr gildi ákvörðun hreppsnefndar Skorradalshrepps frá 24. apríl 2017 um að veita framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg í Hvammsskógi, að því er varðar þann hluta göngustígsins sem fer suður fyrir mörk lóðanna nr. 30 og 32 í Hvammsskógi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga fyrir lagningu göngustígar innan skipulagsmarka samþykkts skipulag Hvammsskógar.

Hreppsnefnd samþykkir bókun 107. fundar skipulags- og byggingarnefndar þann 3. okt. 2017 að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga fyrir lagningu göngustígar innan skipulagsmarka samþykkts skipulags Hvammsskógar.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:35.