117 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 117

fimmtudaginn 24. maí 2018 kl. 20:45, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Sveitarstjórnakosningar 26. maí 2018 – kjörskrá – Mál nr. 1805008

Lögð fram kjörskrá.

Lögð fram kjörskrá til staðfestingar. Einnig er lagt til að kjörstaður verði að Mófellsstöðum.

Borist hefur athugasemd við kjörskrá Skorradalshrepps. Athugasemd er frá Sigurbjörgu Sjöfn Rafnsdóttir.

Samþykkt með fyrirvara að Sigurbjörg Sjöfn Rafnsdóttir verði bætt við á kjörskrá, ef kemur staðfesting frá Þjóðskrá að hún sé feld af kjörskrá Rangárþings Ytra. Oddvita falið að lagfæra kjörskrá eftir að staðfesting berst.

ÁH vék af fundi við afgreiðslu málsins.

2

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-140/2017, Skorradalshreppur gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og íslenska ríkinu. – Mál nr. 1804004

Fyrir liggur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-136/2017, Skorradalshrepps gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og íslenska ríkinu.

Sveitarstjórn samþykkti í janúar 2013 að fylgjast að með 4 öðrum sveitarfélögunum.

Sveitarstjórn samþykkti á símafundi þann 30. apríl s.l. samhljóða að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Hin 4 sveitarfélögin hafa þegar gert það.

3

Ársniðurstaða 2017 – Mál nr. 1805009

Lögð fram niðurstða ársins 2017. Málflokkayfirlit og sundurliðun fyrir árins 2017

Lagt fram.

4

Ljósleiðaramál – framlag Skorradalshrepps – Mál nr. 1805010

Lagður fram samningur við Ljóspunkt ehf um framlag Skorradalshrepps á tengingar þar sem lögheimilisbúseta er.

Samningur samþykktur og framlagið er tekið af málaflokki 2065 í fjárhagsáæltun 2018.

Fundargerðir til staðfestingar

5

Skipulags- og byggingarnefnd – 114 – Mál nr. 1805002F

Lögð fram fundargerð frá 15. maí s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 5 liðum.

5.1

1804001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 47

5.2

1805001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 48

5.3

1805004 – Breyting aðalskipulags Borgarbyggðar, skotæfingasvæði

5.4

1706010 – Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags

5.5

1706011 – Indriðastaðahlíð og Kaldárkot, breyting deiliskipulags

Skipulagsmál

6

Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1704004

Erindi barst frá aðstoðarsaksóknara, dags. 8. maí 2018, vegna lögreglumáls nr. 313-2017-13291. Rannsókn málsins hefur verið hætt með vísan til 4. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Unnt er að kæra ákvörðunina til Ríkissaksóknara innan mánaðar frá dagsetningu þessa bréfs, sbr. 2. mgr. 147. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.

Það er mat hreppsnefndar að kæra beri ákvörðunina til Ríkissaksóknara og það gert fyrir 8. júní nk. Nefndin felur formanni skipulags- og byggigarnefndar og skipulagsfulltrúa að leita aðstoðar lögmanns sveitarfélagsins við að kæra til Ríkissaksóknara f.h. sveitarfélagsins.

7

Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags – Mál nr. 1706010

Tillaga breytingar aðalskipulags var send Skipulagsstofnun til athugunar. Gerðar voru breytingar á tillögunni í samræmi við ábendingar stofnunarinnar. Tillagan var auglýst frá 19. mars til og með 30. apríl 2018. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Á 114. fundi skipulags- og byggingarnefnd er lagt til við hreppsnefnd að breyting aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 í landi Indriðastaða og Mófellsstaða verði samþykkt sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hreppsnefnd samþykkir breytingu aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 í landi Indriðastaða og Mófellsstaða sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar og senda Skipulagsstofnun tillöguna innan tólf vikna til staðfestingar stofnunarinnar og birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

8

Stækkun lóðar – Mál nr. 1802003

Sótt er um stækkun lóðar í landi Mófellsstaðakots. Lóðin var 4.891 fm að stærð. Heildar stærð lóðar eftir stækkun verður 10.221 fm. Á 113. fundi skipulags- og byggingarnefndar er lagt til við hreppsnefnd að stækkun lóðarinnar verði samþykkt.

Hreppsnefnd samþykkir stækkun lóðarinnar.

JEE og SFB véku af fundi við afgreiðslu málsins.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:10.