117 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
117. fundur

þriðjudaginn 21. ágúst 2018 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Jón Friðrik Snorrason.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Húsakönnun 2018 – Mál nr. 1802001

Fyrri hluta sumars var unnin rannsókn í framdal Skorradals vegna fyrirætlana um verndarsvæði í byggð. Í tengslum við þær var gerð húsakönnun og liggur nú fyrir skýrsla um könnunina.

Skýrslan er unnin fyrir Skorradalshrepp af þeim Elínu Ósk Hreiðarsdóttur, fornleifafræðingi og Hjörleifi Stefánssyni, arkitekt. Hún verður hluti af því efni sem lagt verður til grundvallar á greiningu á einkennum byggðar og verndargildi í lokaskýrslu um verndarsvæði í byggð sem sveitarfélagið áætlar að komi út fyrir árslok.

Skýrsla um húsakönnun framdalsins lögð fram. Óskað verði eftir fundi með Elínu og Hjörleifi. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Byggingarleyfismál

2

Dagverðarnes 138, tjörn – Mál nr. 1806001

Bréfritari óskar eftir að gera tjörn neðst í lóðinni sem myndi byrja upp af flekanum í fjörunni, en þar rennur lækur og liggja í dæld til austurs sem er þar fyrir að nokkru leyti.

Málinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við umrædda tjörn af því gefnu að tjörnin sé innan lóðarmarka og að landeigandi Dagverðarness sé samþykkur framkvæmdinni. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Skipulagsmál

3

Indriðastaðahlíð og Kaldárkot, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1706011

Á 114. fundi skipulags- og byggingarnefndar var skipulagsfulltrúa falið að svara erindi með athugasemdum er barst á grenndarkynningartíma í samræmi við umræður á fundinum. Erindinu hefur verið svarað. Það er mat nefndarinnar að athugasemdir hafa ekki áhrif á innihald deiliskipulagstillögu, en ein leiðrétting verði gerð á uppdrætti er varðar lóðarmörk Indriðastaðahlíðar 117.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags og svar nefndarinnar við innsendum athugasemdum. Nefndin leggur til að samþykkt deiliskipulagsbreyting verði send Skipulagsstofnun og óskað verði eftir undanþágu hjá Umhverfis- og auðlindaráðherra frá gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 er varðar fjarlægð nýs frítundahúss frá ánni Kaldá. Þegar undanþága liggur fyrir verði birt auglýsing um samþykkt óverulegrar breytingar deiliskipulags Indriðastaðahlíðar í B-deild Stjórnartíðinda.

4

Indriðastaðir Kaldárkot, undanþága frá skipulagsreglugerð – Mál nr. 1607009

Málinu var frestað á 102. fundi skipulags- og byggingarnefndar þar sem Skipulagsstofnun tók ekki afstöðu til undanþágu beiðnar frá gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 fyrr en fyrir liggur breyting deiliskipulags Indriðastaðahlíðar þar sem lóðin Kaldárkot er sameinuð umræddu svæði.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að óskað verði aftur eftir undanþágu hjá Umhverfis- og auðlindaráðherra frá gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 er varðar fjarlægð byggingar nýs frístundahúss á lóð Kaldárkots í 31 m fjarlægð frá Kaldá þar sem fyrir liggur staðfest breyting Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 og auglýst tillaga óveruleg breytingar deiliskipulags Indriðastaðahlíðar.

5

Kæra nr. 80/2018, Fitjar, skipulagsgjöld – Mál nr. 1806004

Á 119. fundi hreppsnefndar þann 7.júní 2018 var skipulagsfulltrúa falið að svara úrskurðarnefndinni fyrir 6. júlí sl. Fenginn var frestur hjá nefndinni til að senda inn umsögn sveitarfélagsins. Lögmaður var fenginn til aðstoðar sem sendi umsögnina inn til nefndarinnar.

Umsögnin lögð fram til kynningar.

6

Kæra nr. 81/2018, Fitjar, óveruleg breyting aðalskipulags – Mál nr. 1806003

Á 119. fundi hreppsnefndar þann 7.júní 2018 var skipulagsfulltrúa falið að svara úrskurðarnefndinni fyrir 6. júlí sl. Fenginn var frestur hjá nefndinni til að senda inn umsögn sveitarfélagsins. Lögmaður var fenginn til aðstoðar sem sendi umsögnina inn til nefndarinnar.

Umsögninn lögð fram til kynningar.

7

Aðalskipulag Skorradalshrepps – hugsanleg endurskoðun – Mál nr. 1807001

Samþykkt var á 120. fundi hreppsnefndar þann 11. júlí 2018 að óska umsagnar skipulags- og byggingarnefndar og skipulagsfulltrúa á því hvort að þörf sé á að endurskoða Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að ekki verði farið í endurskoðun Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 fyrr enn 2020. Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsingar frá Skipulagsstofnun í samræmi við umræður á fundinum.

Framkvæmdarleyfi

8

Endurnýjun hitaveitu meðfram Skorradalsvegi í landi Grundar og Hálsa, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1808008

Erindi barst frá Veitum þar sem upplýst er um fyrirhugaða endurnýjun framkvæmdar í landi Grundar og Hálsa meðfram Skorradalsvegi nr. 508. Samþykki Vegagerðar liggur fyrir.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki framkvæmdaleyfisskyld, en óskar eftir að framkvæmdaraðili leggi fram samþykki landeiganda og umsögn Minjavarðar Vesturlands áður en framkvæmd hefst. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

15:50.