119 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 119

fimmtudaginn 7. júní 2018 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Styrkbeiðni frá Landbúnaðarsafni Íslands – Mál nr. 1806005

Lögð fram beiðni um styrk vegna uppbyggingar fyrir friðland í Andakíl.

Samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar hreppsnefndar.

2

Ísland, atvinnulíf og menning 2020 – Mál nr. 1806007

Lagt fram bréf SagaZ ehf um að taka þátt í bók um íslenskt atvinnulíf sem áætlað komi út 2022

Samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar hreppsnefndar.

Fundargerðir til staðfestingar

3

Fundargerðir stjórnar fjallskilaumdæmisins – Mál nr. 1806006

Lagðar fram fundargerðir nr. 4 og 5 stjórnar fjallskilaumdæmisins.

Fundargerðinnar staðfestar.

4

Skipulags- og byggingarnefnd – 115 – Mál nr. 1806001F

Lögð fram fundargerð frá því í dag 7. júní

Fundargerðin samþykkt í öllum 5 liðum.

4.1

1806002F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 49

4.2

1704011 – Indriðastaðir 1b, umsókn um byggingarleyfi

4.3

1806001 – Dagverðarnes 138, tjörn

4.4

1712001 – Fitjar, deiliskipulag íbúðalóða

4.5

1805007 – Frístundabyggð í Hálsaskógi, 2. áfangi, breyting deiliskipulags

Fundargerðir til kynningar

5

Ljóspunktur ehf. – fundargerðir stjórnar – Mál nr. 1806008

Lagðar fram til kynningar fundargerðir nr. 4, 5, 6 og 7.

Skipulagsmál

6

Frístundabyggð í Hálsaskógi, 2. áfangi, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1805007

Óskað hefur verið eftir breytingu deiliskipulags frístundabyggðar í Hálsaskógi, II. áfanga, Refsás. Um er að ræða breytingu á afmörkun byggingarreits og auka byggingarmagn lóðar Refsholts 17. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Refsholts 15, 16, 18, 39, 41 og landeigendum.

Hreppsnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

7

Fitjar, deiliskipulag íbúðalóða – Mál nr. 1712001

Á 114. fundi hreppsnefndar var ósk um meðferð deiliskipulags tveggja íbúðalóða hafnað þar sem það samræmdist ekki Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Á 115. fundi hreppsnefndar var samþykkt óveruleg breyting aðalskipulags sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaða hreppsnefndar var auglýst í Morgunblaðinu þann 16. mars 2018. Tillagan verður send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Lýsing deiliskipulagsáætlunar samræmist óverulegri breytingu aðalskipulags sem samþykkt var á 115. fundi hreppsnefndar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd, með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar á óverulegri breytingu aðalskipulags, að lýsing deiliskipulags verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og Minjastofnunar Íslands og kynnt íbúum sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hreppsnefnd samþykkir að lýsing deiliskipulags verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og Minjastofnunar Íslands og kynnt fyrir almenningi sbr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

8

Kæra nr. 81/2018, Fitjar, óveruleg breyting aðalskipulags – Mál nr. 1806003

Skorradalshreppi barst í dag erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna óverulega breytingar á aðalskipulagi.

Kæran lögð fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að svara úrskurðarnefndinni fyrir 6. júlí n.k.

9

Kæra nr. 80/2018, Fitjar, skipulagsgjöld – Mál nr. 1806004

Skorradalshreppi barst í dag erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna skipulagsgjalda.

Kæran lögð fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að svara úrskurðarnefndinni fyrir 6. júlí n.k.

10

Breyting aðalskipulags Borgarbyggðar, skotæfingasvæði – Mál nr. 1805004

Erindi barst frá Borgarbyggð þar sem breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar er kynnt fyrir aðliggjandi sveitarfélögum.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að tillagan verði lögð fram og kynnt á hreppsnefndarfundi.

Tillagan lögð fram og kynnt.

Í lok fundar óskaði Árni Hjörleifsson oddviti eftir orðinu.
Þetta er lokafundur hreppsnefndar á kjörtímabilinu og þakkaði hann fyrir samstarfið og sérstaklega Steinunni Fjólu Benediktsdóttir þar sem hún er að hætta eftir að hafa setið síðan frá árinu 2002 eða í 16 ár í sveitarstjórn. Fjólu var færður smá þakklætisvottur í tengslum við lok þessa starfstímabils.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

22:15.