12 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Miðvikudaginn 4. ágúst 2010 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Jón E. Einarsson.

Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.

Jón E. Einarsson mætti í forföllum Guðrúnar Guðmundsdóttur.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Erindi frá slökkviliðstjóra Borgarbyggðar – Mál nr. 1007010

Lagt fram bréf Bjarna Þorsteinssonar, slökkviliðsstjóra um varðeldi og brennur í Skorradal. Í bréfinu stendur meðal annars „Tillaga slökkviliðstjóra er sú að stranglega verði bannað að kveikja hverskonar opinn eld í Skorradalshreppi nema á til þess gerðum og útbúnum svæðum sem væru til beggja enda við vatnið t.d. við vatnsósinn að vestanverðu og í fjörunni inn við Fitjar að austanverðu og yrði sá brennustaður vaktaður meðan á varðeldi/brennu stæði. Sá aðili sem ekki virti bannið yrði látin sæta skaðabóta- og refsiábyrgð. Ef að einhverra hluta vegna þyrfti að kveikja opin eld í dalnum þá væri það háð afar ströngum skilyrðum og vaktað af slökkviliði meðan sá eldur brynni“

Hreppsnefnd þakkar slökkviliðstjóra fyrir bréfið. Huldu falið að fara yfir málið í samræmi við vinnu við „hættumat og viðbragðsáætlun við gróðurelda“.

2

Boðun XXIV. landþings Sambands íslenskra sveitarfélaga. – Mál nr. 1007011

Lögð fram boðun XXIV landsþings sem verður í lok september n.k.

Málið kynnt.

3

Erindi frá Capacent hf. – Mál nr. 1006051

Lagt fram bréf frá Capacent varðandi þjónustu við sveitarfélögin.

Málið kynnt.

4

Erindi frá Velferðarvakt Félags- og tryggingamálaráðuneytisins. – Mál nr. 1006052

Lagt fram til kynningar.

5

Ársreikningur 2009 – Mál nr. 1007012

Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur ársins 2009

Samþykkt að vísa honum til seinni umræðu.

6

Birkimói 3 – Mál nr. 1006050

Leigusamningur er laus um einbýlishús í eigu hreppsins. Tillaga kom fram um að auglýsa það til leigu.

Samþykkt að setja auglýsingu á heimasíðu hreppsins og Skessuhornsvefinn.

7

Ráðningarmál embætta skipulags- og byggingafulltrúa. – Mál nr. 1006049

Lagðir fram tölvupóstar sem borist hafa varðandi störfin og rætt um mikinn kostnað við skipulags- og byggingarmál hreppsins.

Samþykkt að fela oddvita að ræða við Ólöfu G. Valdimarsdóttur um áframhaldandi ráðningu og eins við Ómar Pétursson.

Almenn erindi – umsagnir og vísanir

8

Erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga – Mál nr. 1006053

Lagt fram til kynningar. Málið varðar endurgreiðslur á tryggingagjaldi.

9

Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga. – Mál nr. 1007013

Tilkynning um væntanlegt námskeið á vegum sambandsins um lýðræði í sveitarfélögum.

Efni bréfsins kynnt.

Fundargerðir til staðfestingar

10

Skipulags- og byggingarnefnd – 47 – Mál nr. 1006003F

Lögð fram til afgreiðslu 47. fundargerð byggingar- og skipulagsnefndar.

Allir 17 liðir fundargerðarinnar samþykktir.

11

Skipulags- og byggingarnefnd – 48 – Mál nr. 1007001F

Lögð fram til afgreiðslu 48. fundargerð byggingar- og skipulagsnefndar.

Allir 11 liðir fundargerðinar samþykktir með þeirrri undantekningu að við afgreiðslu 2. liðar fundargerðinar vék Hulda af fundi og við afgreiðslu 3. liðar sat Hulda hjá.

Fundargerðir til kynningar

12

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands – Mál nr. 1006054

Lögð fram fundargerð Skólanefndar FVA frá 15. júní s.l.

Fundargerðin kynnt.

13

Fundargerð nr. 775 hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. – Mál nr. 1007014

Lögð fram til kynningar fundargerð nr. 775

Skipulagsmál

14

Breyting á svæðisskipulagi sveitafélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 í landi Dagverðarness. – Mál nr. SK080059

Lagður fram tillöguuppdráttur, að breytingu á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar í landi Dagverðarnes. Breytingarnar felast í svæði fyrir verslun og hluti skógræktarsvæði eru gerð að frístundarsvæði og einnig er aukið skógræktarsvæði ofan vegar. Einnig lögð fram greinargerð Skipulagsfulltrúa vegna athugasemda sem borist hafa.

Hreppsnefnd samþykkir breytinguna en gerir þann fyrirvara að áður en deiliskipulagstillaga svæðisins S8 verði afgreidd að tryggt verði að nægjanlegt neysluvatn sé fyrir hendi, bæði fyrir núverandi og fyrirhugaða byggð. Sé sú vatnsöflun ekki tryggð, verður ekki heimilað stærra frístundasvæði, fyrr en úr hefur verið bætt. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

15

Aðalskipulagsbreyting – Mál nr. SK070024

Lagður fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu í Dagverðarnesi, ásamt greinargerð skipulagsfulltrúa.

Hreppsnefnd samþykkir breytinguna en gerir þann fyrirvara að áður en deiliskipulagstillaga svæðisins S8 verði afgreidd að tryggt verði að nægjanlegt vatn sé fyrir hendi, bæði fyrir núverandi og fyrirhugaða byggð. Sé sú vatnsöflun ekki tryggð, verður ekki heimilað stærra frístundasvæði, fyrr en úr hefur verið bætt. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

16

Dagverðarnes, svæði 4, breyting á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 204 – Mál nr. 1006018

Lagður fram tillaga að breytngu á skilmálum lóðarinnar nr. 204 á svæði 4. Breytingin felur í sér aukið magn.

Tillagan samþykkt og skipulagsfulltrúa heimilað að vinna málið til enda.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:15.