12. mars 2008 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 12. mars 2008 kl.21.00. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Guðrún Guðmundsdóttir og Karólína Hulda Guðmundsdóttir kom inn fyrir Gísla Baldur Henrýsson.
1. Lögð fram þriggja ára áætlun til fyrri umræðu. Samþykkt til seinni umræðu.
2. Lögð fram gjaldskrá skipulags- og bygginganefndar Skorradals, til fyrri umræðu. Samþykkt að óska eftir umsókn til skipulags- og bygginganefndar fyrir seinni umræðu.
3. Lögð fram gjaldskrá fyrir sorpgjald til seinni umræðu. Samþykkt
4. Lögð fram drög að samningi um hreinsun rotþróa við Hreinsitækni ehf. Samþykkt að semja við Hreinsitækni ehf. og að bæta verði inn hnitsetningu alla rotþróa.
5. Embætti byggingar- og skipulagsfulltrúa rætt. Skoðað með að gera starfslýsingu fyrir aðstoðarmann byggingar- og skipulagsfulltrúa og finna síðan starfsmann sem myndi sinna því starfi tímabundið.
6. Lagt fram bréf frá Birgir Haukssyni varðandi refa- og minkaveiði. Þar sem óskað er eftir hækkun á skotverðlaunum fyrir fullorðinn ref fyrir bæði hlaupadýr og grenidýr. Samþykkt að verða við óskinn en jafnframt er oddvita falið að gera samning við Birgir á grundvelli samkomulags sem hann gerði við Borgarbyggð. Einnig ætlar Hulda að athuga með minkasíur hvort hægt sé að nýta sér þær.
7. Vinna við Aðalskipulagið rædd.
8. Pétur sagði frá þyrlufluginu með Landhelgisgæslunni þar sem verið var að kanna aðstæður fyrir neyðarstaði, björgunarstaði og aðstöðu til æfinga.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:22:30