120 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
120. fundur

þriðjudaginn 8. janúar 2019 kl.14:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Jón Friðrik Snorrason og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1.

Húsafriðunarsjóður 2016- Mál nr. 1608008

Verndaráætlun fyrir Framdalinn var kynnt í desember 2018 þar sem íbúum og öðrum hagsmunaaðilum var gefinn kostur á að kynna sér hana og koma með ábendingar. Ábendingar bárust frá tveimur aðilum.

Skipulags- og byggingarnefnd þakkar innsendar ábendingar. Ráðgjafafyrirtækinu Alta ehf. er falið að ljúka við gerð verndaráætlunarinnar að teknu tilliti til hluta innsendra athugasemda.

Fundargerðir til staðfestingar

2.

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 50- Mál nr. 1812002F

Fundargerð lögð fram og samþykkt. PD vék af fundi undir lið 6.

2.1

1706008 – Vatnsendahlíð 33 byggingarleyfi

2.2

1510001 – Indriðastaðir 4, umsókn um stækkun

2.3

1605005 – Hvammsskógur 43, umsókn um byggingarleyfi

2.4

1809001 – Indriðastaðir 6

2.5

1602005 – Refsholt 17

2.6

1812004 – Grund 2, gestahús. Tilkynning um framkv.

2.7

1809002 – Refsholt 21, umsókn um byggingarleyfi

Skipulagsmál

3.

Fitjar, deiliskipulag íbúðalóða- Mál nr. 1712001

Borist hefur erindi frá Sigurgeiri Valssyni, lögmanni, f.h. Gríms Sigurðssonar, lögmanns, hjá Landslögum, dags. 4. janúar 2019 þar sem þess er farið á leit við skipulagsfulltrúa Skorradalshrepps að taka deiliskipulagstillögu umbjóðanda síns til efnislegrar afgreiðslu. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 5. desember 2018 þar sem lögð var fram tillaga deiliskipulags. Í tillögu var ekki gerð grein fyrir því hvort tillagan samræmdist stefnu Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022. Málinu var frestað. Enn fremur var bent á að fyrir lægi drög að tillögu verndaráætlunar Framdalsins og það var mat nefndarinnar að gera þyrfti grein fyrir því hvernig tillaga deiliskipulags samræmdist verndaráætluninni.

Skipulags- og byggingarnefnd mun taka málið til efnislegrar afgreiðslu þegar fyrir liggur hvernig tillaga deiliskipulags samræmist bæði stefnu Aðalskkpulags Skorradalshrepps 2010-2022 og verndaráætlunar Framdalsins. Málinu frestað.

Framkvæmdarleyfi

4.

Ljósleiðari, framkvæmdaleyfi 2. áfanga- Mál nr. 1901001

Ljóspunktur ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir 2. áfanga er varðar lagningu ljósleiðara í landi Grundar, Vatnsenda, Hvammi og Dagverðarnesi í Skorradalshreppi. Lagðir eru fram uppdrættir, sem bárust í tölvupósti dags.7.1.2019, sem sýnir legu lagnar. Samþykki Vegagerðar liggur fyrir. Umsögn Minjavarðar Vesturlands liggur ekki fyrir. Samþykki landeiganda á Grund, Vatnsenda, Hvammi og Dagverðarnesi liggur fyrir.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem heimilar að stytta grenndarkynningartíma með því að landeigendur áriti kynningargögn. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar umsögn Minjavarðar Vesturlands og áritun landeiganda á grenndarkynningargögn liggur fyrir.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

15:30.