Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
168. fundur
þriðjudaginn 6. desember 2022 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Ástríður Guðmundsdóttir, Ingólfur Steinar Margeirsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
ISM vék af fundi undir lið 5
Þetta gerðist:
Almenn mál
1. Byggingarfltr. ONE Robot tenging við HMS byggingargátt – Mál nr. 2210004
Tilboð lagt fram frá OneSystems í OneLandPlanning, þjóðskrárteningu, fundargátt, hýsingu v/fundargáttar, tengingu við island.is og OneLandRobot.
Samþykkt að taka inn OneLandPlanning, OneLandRobot og tilheyrandi tengingar og gáttir frá OneSystems.
Byggingarleyfismál
2. Fitjahlíð 95, 95a, 97, 99, 100 og 101, lóðateikning – Mál nr. 2204008
Málinu var frestað á 159. fundi nefndarinnar. Uppfærð gögn lögð fram, austurhluti lóðar Fitjahlíðar 93A bætt inná lóðablaðið.
Samþykkt og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Skipulagsmál
3. Hagi skipting á landi – Mál nr. 1710006
Lokagögn vegna afmörkun lóða og landskipta á jörðinni Haga lögð fram.
Samþykkt og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
4. Dagverðarnes 125, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2209009
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 4. nóvember til 4. desember 2022. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
5. Refsholt 24, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2209010
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 4. nóvember til 4. desember 2022. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 14:30.