122 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 122

miðvikudaginn 19. september 2018 kl.16:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1.

Ársreikningar Skorradalshrepps fyrir árin 2016 og 2017- Mál nr. 1809005

Lagðir fram til fyrri umræðu.

Samþykkt.

2.

6 mánaða uppgjör Skorradalshrepps 2018- Mál nr. 1809006

Lögð fram niðurstaða 6 mánaðauppgjörs.

Farið yfir uppgjörið.

3.

Fræðslunefnd Borgarbyggðar – áheyrnafulltrúi- Mál nr. 1809007

Erindi frá ÁG varðandi setu í fræðslunefndinni.

Samþykkt að skipun verði óbreytt áfram.

4.

Gámasvæði á Mófellsstöðum.- Mál nr. 1809008

ÁH fer yfir málið.

Oddvita falið að ræða við landeigendur um breytingu á samningum um landleigu á gámasvæðinu. Málinu frestað.

5.

Birkimói – rotþróarmál- Mál nr. 1809009

ÁH fer yfir málið og leggur fram minnisblað með kostnaðarútreikningi.

Samþykkt að vinna þær lagfæringar í samræmi við minnisblaðið.

6.

Skipulagsdagurinn 2018- Mál nr. 1809011

Skipulagsdagurinn verður haldinn 20. september n.k.

Skipulagsfulltrúi og formaður skipulagsnefndar munu sækja fundinn.

7.

Ný persónuverndarlöggjöf- Mál nr. 1807004

Oddviti fer yfir málið.

Samþykkt að halda sér fund um þessi mál.

8.

Tilboð í GPS tæki fyrir Skipulags- og byggingarfulltrúa- Mál nr. 1809012

Lagt fram tilboð frá Ísmar ehf. um Trimble GPS tæki.

Samþykkt að kaupa tækið.

9.

Húsafriðunarsjóður 2016- Mál nr. 1608008

Húsakönnun liggur fyrir Framdalinn. Nýtist hún í verkefnið Verndarsvæði í byggð – Framdalurinn.

Hreppsnefnd samþykkir að lokaskýrsla um Verndarsvæði í byggð – Framdalurinn taki til verndunar á bæjarstæðum og heimatúnum bæjanna Háafells, Fitja, Sarps, Efstabæjar, Bakkakots og Vatnshorns ásamt gömlu þjóðleiðunum þremur sem liggja frá Fitjakirkju og að sveitarfélagamörkum. Umræddar þjóðleiðir liggja um lönd Háafells, Fitja, Sarps, Efstabæjar, Bakkakots og Vatnshorns (Síldamannagötur). Skipulagsfulltrúa og skipulagsnefnd falið að vinna áfram að málinu, m.a. annars ganga til samninga við verktaka um vinnu skýrslunar.

Fundargerð

10.

Skipulags- og byggingarnefnd – 117- Mál nr. 1807002F

Lögð fram fundargerð frá 21. ágúst s.l.

10.1

1806001 – Dagverðarnes 138, tjörn

10.2

1706011 – Indriðastaðahlíð og Kaldárkot, breyting deiliskipulags

10.3

1607009 – Indriðastaðir Kaldárkot, undanþága frá skipulagsreglugerð

10.4

1806004 – Kæra nr. 80/2018, Fitjar, skipulagsgjöld

10.5

1806003 – Kæra nr. 81/2018, Fitjar, óveruleg breyting aðalskipulags

10.6

1807001 – Aðalskipulag Skorradalshrepps – hugsanleg endurskoðun

10.7

1802001 – Húsakönnun 2018

10.8

1808008 – Endurnýjun hitaveitu meðfram Skorradalsvegi í landi Grundar og Hálsa, framkvæmdaleyfi

Skipulagsmál

11.

Indriðastaðir Kaldárkot, undanþága frá skipulagsreglugerð- Mál nr. 1607009

Málinu var frestað á 102. fundi skipulags- og byggingarnefndar þar sem Skipulagsstofnun tók ekki afstöðu til undanþágu beiðnar frá gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 fyrr en fyrir liggur breyting deiliskipulags Indriðastaðahlíðar þar sem lóðin Kaldárkot er sameinuð umræddu svæði.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að óskað verði aftur eftir undanþágu hjá Umhverfis- og auðlindaráðherra frá gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 er varðar fjarlægð byggingar nýs frístundahúss á lóð Kaldárkots í 31 m fjarlægð frá Kaldá þar sem fyrir liggur staðfest breyting Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 og auglýst og samþykkt tillaga óveruleg breytingar deiliskipulags Indriðastaðahlíðar.

Hreppsnefnd samþykkir að óskað verði aftur eftir undanþágu hjá Umhverfis- og auðlindaráðherra frá gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 er varðar fjarlægð byggingar nýs frístundahúss á lóð Kaldárkots í 31 m fjarlægð frá Kaldá. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

12.

Indriðastaðahlíð og Kaldárkot, breyting deiliskipulags- Mál nr. 1706011

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags og svar nefndarinnar við innsendum athugasemdum. Nefndin leggur til að samþykkt deiliskipulagsbreyting verði send Skipulagsstofnun og óskað verði eftir undanþágu hjá Umhverfis- og auðlindaráðherra frá gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 er varðar fjarlægð nýs frítundahúss frá ánni Kaldá. Þegar undanþága liggur fyrir verði birt auglýsing um samþykkt óverulegrar breytingar deiliskipulags Indriðastaðahlíðar í B-deild Stjórnartíðinda.

Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, m.s.br og svar skipulags- og byggingarnefndar við innsemdum athugasemdum. Athugasemdir hafa ekki áhrif á auglýsta tillögu, en ein leiðrétting er gerð á uppdrætti er varðar lóðarmörk Indriðastaðahlíðar 117. Hreppsnefnd leggur til að samþykkt deiliskipulagsbreyting verði send Skipulagsstofnun og óskað verði eftir undanþágu hjá Umhverfis- og auðlindaráðherra frá gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 er varðar fjarlægð nýs frístundahúss frá ánni Kaldá. Þegar undanþága liggur fyrir verði birt auglýsing um samþykkt óverulegrar breytingar deiliskipulags Indriðastaðahlíðar í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

13.

Aðalskipulag Skorradalshrepps – hugsanleg endurskoðun- Mál nr. 1807001

Samþykkt var á 121. fundi hreppsnefndar þann 11. júlí 2018 að óska umsagnar skipulags- og byggingarnefndar og skipulagsfulltrúa á því hvort að þörf sé á að endurskoða Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að ekki verði farið í endurskoðun Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 fyrr enn 2020. Skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsingar frá Skipulagsstofnun í samræmi við umræður á fundinum.

Hreppsnefnd samþykkir að ekki verði farið í endurskoðun Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 fyrr enn 2020. Skipulagsfulltrúa falið að upplýsa Skipulagsstofnun um niðurstöðu hreppsnefndar.

Framkvæmdarleyfi

14.

Endurnýjun hitaveitu meðfram Skorradalsvegi í landi Grundar og Hálsa, framkvæmdaleyfi- Mál nr. 1808008

Erindi barst frá Veitum þar sem upplýst er um fyrirhugaða endurnýjun framkvæmdar í landi Grundar og Hálsa meðfram Skorradalsvegi nr. 508. Samþykki Vegagerðar liggur fyrir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki framkvæmdaleyfisskyld, en óskar eftir að framkvæmdaraðili leggi fram samþykki landeiganda og umsögn Minjavarðar Vesturlands áður en framkvæmd hefst. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Hreppsnefnd samþykkir að ekki sé um framkvæmdaleyfisskilda framkvæmd að ræða. Hreppsnefnd óskar eftir að framkvæmdaraðili leggi fram samþykki landeiganda og umsögn Minjavarðar Vesturlands til embættis skipulagsfulltrúa áður en framkvæmdir geti hafist. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

17:45.