122 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
122. fundur

miðvikudaginn 13. mars 2019 kl.14:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Jón Friðrik Snorrason og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Skipulagsmál

1.

Lýsing breytingar Aðalskipulags Borgarbyggðar, Iðunnarstaðir- Mál nr. 1903002

Borgarbyggð kynnir lýsingu breytingar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 í landi Iðunnarstaða. Fyrirhugað er að breyta landnotkun svæðis úr landbúnaði í verslun- og þjónustusvæði og opið svæði til sérstakra nota. Breytingin mun taka til 4,2 ha svæðis, verslun- og þjónustusvæði verður 1,6 ha og opið svæði til sérstakra nota 2,6 ha.

Kynning lögð fram og lagt til að kynning breytingar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 í landi Iðunnarstaða verði lögð fram á hreppsnefndarfundi.

2.

Fitjar, deiliskipulag íbúðalóða- Mál nr. 1712001

Deiliskipulagstillaga var tekin fyrir á 119. og 120. fundi skipulags- og byggingarnefndar en afgreiðslu frestað þar sem ekki var gerð grein fyrir hvernig tillagan samræmdist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022 og verndaráætlunar framdalsins. Nú hefur verið orðið við beiðni sveitarfélagsins og tillagan því tekin til efnislegrar afgreiðslu. Tillaga deiliskipulags er lögð fram og kynnt. Deiliskipulagstillagan tekur til afmörkunar tveggja íbúðalóða, samkvæmt tillögu er heildar byggingarmagn 200 fm á hvorri lóð, hámarks mænishæð verði 7.5 m frá óhreyfðu landi.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillaga deiliskipulags verði auglýst sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. að teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

3.

Fitjahlíð 30, Umsókn um að skipta upp í tvær lóðir.- Mál nr. 1806012

Erindi hefur borist frá landeiganda Fitja þar sem óskað er eftir að málið verði tekið aftur fyrir í skipulags- og byggingarnefnd. Á 116. fundi skipulags- og byggingarnefndar var málinu frestað á þeim forsendum að gögn væru ekki fullnægjandi sbr. c) lið 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna 6/2001, sem þýðir að leggja þarf fram hnitsettan uppdrátt sem staðfestur hefur verið af skipulagsyfirvöldum. Slíkur uppdráttur hefur ekki enn verið lagður fram.

Málinu frestað.

5.

Úttekt á bátaskýlum við Skorradalsvatn.- Mál nr. 1403004

Skipulagsfulltrúi upplýsir nefndina um stöðu mála.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Framkvæmdarleyfi

4.

Hreinsun Andakílsár, framkvæmdaleyfi II- Mál nr. 1712003

Orka náttúrunnar ON óskaði eftir fundi með sveitarfélaginu er varðar fyrirhugaða hreinsun á seti úr inntakslóni Andakílsárvirkjunar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins þann 25. febrúar 2019.

Fundargerð og minnisblað dags. 9. jan. 2019 lagt fram og kynnt.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

15:00.