123 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 123

fimmtudaginn 18. október 2018 kl.11:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1.

Ársreikningar Skorradalshrepps fyrir árin 2016 og 2017- Mál nr. 1809005

Áframhald fyrri umræðu um ársreikning 2016. Konráð Konráðsson fór yfir ársreikninginn.

Samþykkt að vísa ársreikningnum til seinni umræðu.

Gestir

Konráð Konráðsson –

2.

Húsafriðunarsjóður 2016- Mál nr. 1608008

Lagður fram samningum við Alta ehf um gerð skýrslu um Verndarsvæði í byggð.

Samningurinn lagður fram. Samþykkt að fela oddvita að undirrita samninginn.

3.

Gámasvæði á Mófellsstöðum.- Mál nr. 1809008

Oddviti lagði fram samning við Mófellsstaði ehf.

Samningurinn samþykktur og oddvita falið að þinglýsa leigusamning um gámasvæðið.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

12:50.