125 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 125

miðvikudaginn 7. nóvember 2018 kl.15:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1.

Ársreikningar Skorradalshrepps fyrir árin 2016 og 2017- Mál nr. 1809005

Framhald fyrri umræðu á ársreikningi 2017. Fulltrúar KPMG endurskoðunar mættu á fundinn.

Samþykkt að vísa ársreikningnum til seinni umræðu.

Gestir

Haraldur Örn Reynisson – KPMG –

Konráð Konráðsson – KPMG –

2.

Erindi frá Borgarbyggð- Mál nr. 1811003

Lagt fram erindi frá Borgarbyggð. Óskað er eftir fundi um endurskoðun á þjónustusamningi um velferðarmál.

Samþykkt að fela oddvita að ræða við fulltrúa Borgarbyggðar.

3.

Persónufulltrúamál sveitarfélagins.- Mál nr. 1811001

Lögð fram tilboð frá Dattaca Labs ehf um að greina þörf á persónufulltrúarmálum og taka að sér að vera þjónustuveitandi persónufulltrúi sveitarfélagins.

Erindinu frestað og oddvita falið að skoða málið betur.

4.

Uppgjör lífeyrisskuldbindinga Brú lsj. starfamanna sveitarfélaga.- Mál nr. 1801005

Lagt fram minnisblað oddvita vegna lífeyrissjóðsmála.

Samþykkt að fela oddvita og SGÞ að vinna málið áfram.

JEE og PD tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins.

5.

Göngubrú yfir Fitjaá í landi Fitja og Vatnshorns- Mál nr. 1810002

Lögð fram fyrirspurn frá Pílagrímafélaginu vegna styrkbeiðni félagsins til Ferðamálastofu.

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við styrkbeiðnina en áréttar að umsögnin veitir ekki leyfi til framkvæmda.

6.

Fjárhagsáætlun 2019- Mál nr. 1811002

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun fyrir árið 2019

Umræðu frestað til næsta fundar.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

17:50.