125 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
125. fundur

þriðjudaginn 4. júní 2019 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1.

Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi- Mál nr. 1704004

Erindi barst frá aðstoðarsaksóknara, dags. 10.05.2019, vegna lögreglumáls nr. 313-2017-13291. Rannsókn málsins hefur verið hætt með vísan til 4. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Unnt er að kæra ákvörðunina til Ríkissaksóknara innan mánaðar frá dagsetningu þessa bréfs, sbr. 2. mgr. 147. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.

Skorradalshreppur kærði framkvæmdina á sínum tíma. Hreppsnefnd samþykkti að fela skipulags- og byggingarnefnd í samráði við skipulagsfulltrúa að meta það hvort eigi að kæra ákvörðunina til Ríkissaksóknara. Leitað hefur verið til lögmanns sveitarfélagsins og drög að kæru lögð fram og kynnt.

Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að kæra f.h. sveitarfélagsins ákvörðun aðstoðarsaksóknara til Ríkissaksóknara og það gert fyrir 10. júní nk.

2.

Örnefni-leiðbeiningar- Mál nr. 1905013

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sendi út leiðbeiningar handa sveitarfélögum um nafngiftir býla, gatna, sveitarfélaga og náttúrufyirbæra.

Leiðbeiningaritið „Örnefni“ lagt fram.

Fundargerð

3.

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 51- Mál nr. 1902001F

Fundargerð lögð fram og samþykkt

3.1

1901002 – Refsholt 37, umsókn um byggingarleyfi

4.

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 52- Mál nr. 1905001F

Fundargerð lögð fram og samþykkt.

4.1

1706015 – Dagverðarnes 103, byggingarmál

4.2

1801002 – Vatnsendahlíð 116

4.3

1806011 – Hvammsskógur 49, umsókn um byggingarleyfi

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

14:15.