127 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
127. fundur

þriðjudaginn 10. september 2019 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Skipulagsmál

1.

Indriðastaðir Dyrholt, nýtt deiliskipulag- Mál nr. 1908011

Óskað er eftir að leggja fram nýtt deiliskipulag fyrir Dyrholt í landi Indriðastaða sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Við gildistöku skipulagsins mun deiliskipulag sem samþykkt var í hreppsnefnd þann 11. nóv. 2003 fellt úr gildi. Um er að ræða frístundabyggð með 8 lóðum. Deiliskipulagstillagan samræmist breytingu aðalskipulags sem auglýst verður samhliða nýrri tillögu deiliskipulags sama svæðis. Ekki er þörf á lýsingu deiliskipulags eða kynningu þar sem allar megin forsendur liggja fyrir í breytingu aðalskipulags.

Tillaga deiliskipulags yfirfarin og kynnt. Málinu frestað. Skipulagsfulltrúa falið að koma ábendingum nefndarinnar áleiðis til skipulagshönnuðar.

2.

Dagverðarnes, breyting aðalskipulags- Mál nr. 1812001

Tillaga breytingar aðalskipulags var send Skipulagsstofnun til athugunar sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við tillöguna. Orðið hefur verið við þeim.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillagan verði auglýst sbr. 31. gr. skipulagslaga þar sem brugðist hefur verið við athugasemd Skipulagsstofnunar.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl.

13:45.