128 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 128

miðvikudaginn 9. janúar 2019 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1.

Erindi frá Umhverfisstofnun – fulltrúi í vatnasvæðisnefnd.- Mál nr. 1812006

Ósk frá Umhverfisstofnun um að Skorradalshreppur tilnefni fulltrúa í vatnasvæðinefnd.

Samþykkt að tilnefna Pétur Davíðsson sem aðalmann og Jón E. Einarsson til vara.

Fundargerðir til staðfestingar

2.

Skipulags- og byggingarnefnd – 120- Mál nr. 1901001F

Lögð fram fundargerð frá í gær 8. janúar

Fundargerðin samþykkt í öllum 4. liðum. PD fékk af fundi við afgreiðslu 2. liðar fundargerðarinar.

2.1

1608008 – Húsafriðunarsjóður 2016

2.2

1812002F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 50

2.3

1712001 – Fitjar, deiliskipulag íbúðalóða

2.4

1901001 – Ljósleiðari, framkvæmdaleyfi 2. áfanga

Framkvæmdarleyfi

3.

Ljósleiðari, framkvæmdaleyfi 2. áfanga- Mál nr. 1901001

Ljóspunktur ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir 2. áfanga er varðar lagningu ljósleiðara í landi Grundar, Vatnsenda, Hvammi og Dagverðarnesi í Skorradalshreppi. Lagðir eru fram uppdrættir, sem bárust í tölvupósti dags.7.1.2019, sem sýnir legu lagnar. Samþykki Vegagerðar liggur fyrir. Umsögn Minjavarðar Vesturlands liggur ekki fyrir. Samþykki landeiganda á Grund, Vatnsenda, Hvammi og Dagverðarnesi liggur fyrir.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem heimilar að stytta grenndarkynningartíma með því að landeigendur áriti kynningargögn. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar umsögn Minjavarðar Vesturlands og áritun landeiganda á grenndarkynningargögn liggur fyrir.

Hreppsnefnd samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar umsögn Minjavarðar Vesturlands og áritun landeiganda á grenndarkynningargögnum liggja fyrir.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

23:30.