129 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 129

miðvikudaginn 20. febrúar 2019 kl.15:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1.

3 ára fjárhagsáætlun 2020-2022- Mál nr. 1812002

Lögð fram til seinni umræðu.

Áætlunin samþykkt samhljóða.

2.

Persónufulltrúamál sveitarfélagsins.- Mál nr. 1811001

Lagðir fram undirritaðir samningar við Dattaca Labs ehf.

Lagðir fram undirritaðir samningar.

3.

Heimasíða sveitarfélagsins.- Mál nr. 1902005

Lagt fram tilboð um nýja vefsíðu fyrir Skorradalshrepp.

Fulltrúi Netvöktunar mætti á fundinn og fór yfir tilboðið. Samþykkt að fresta afgreiðslu og fela oddvita skoða málið betur.

Gestir

Aron Hallsson, Netvöktun ehf. –

4.

Heimasíða sveitarfélagsins.- Mál nr. 1902005

Lögð fram drög að samning um umsjón með vefsíðu sveitarfélagsins.

Frestað á meðan verið er að skoða endurgerð heimasíðunnar.

5.

Erindi frá Borgarbyggð- Mál nr. 1811003

Oddviti fór yfir fund með sveitarstjóra og félagsmálafulltrúa Borgarbyggðar um velferðarmál og hugsanlega endurskoðun samnings á milli sveitarfélaganna.

Fljótlega koma drög að nýjum samningi og málinu frestað.

6.

Erindi frá Ungmennafélaginu Íslendingi vegna rekstrar á árinu 2018.- Mál nr. 1812007

Lagt fram erindi frá Ungmennafélaginu.

Samþykkt að veita 300.000 kr. styrk til Ungmennafélagsins sem er tekið af fjárhagsáætlun s.l. árs og gjaldfærist styrkurinn á því ári.

7.

Áskorun vegna Brákarhlíðar.- Mál nr. 1902006

Varaoddviti átti fund 31. janúar s.l. með fulltrúum Borgarbyggðar og Eyja- Miklaholtshrepps um stöðu Brákarhlíðar.

Lögð fram sameiginleg bókun sveitarfélaganna.

Sveitarstjórnir Skorradalshrepps, Eyja- og Miklaholtshrepps og Borgarbyggðar taka sameiginlega heilshugar undir þau sjónarmið sem stjórn Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimilis, kom á framfæri í svarbréfi sínu til heilbrigðisráðuneytis 29. janúar s.l. þar sem lýst er vonbrigðum með þá afgreiðslu ráðuneytisins að hafna því að fjölga hjúkrunarrýmum á heimilinu.

Afstaða ráðuneytisins veldur miklum vonbrigðum, biðlistar inn á Brákarhlíð eru verulegir, bæði í hjúkrunarrými sem og á dvalarrými. Því er sú ákvörðun ráðuneytisins, að hafna þeim möguleika að fjölga hjúkrunarrýmum um fjögur, án verulegs tilkostnaðar, bæði óvænt og illskiljanleg. Þau rök að staðan í heilbrigðisumdæmi Vesturlands varðandi fjölda fjölda hjúkrunarrýma í samanburði við önnur heilbrigðisumdæmi sé góð segir ekkert um stöðuna á biðlista inn á Brákarhlíð, til þess eru aðstæður innan heilbrigðisumdæmisins of ólíkar.

Sveitarstjórnir Borgarbyggðar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Skorradalshrepps skora á heilbrigðisráðherra að endurmeta afstöðu ráðuneytisins og ganga til viðræðna við Brákarhlíð um fjölgun hjúkrunarrýma á þann hagkvæmasta hátt sem mögulegt er.

samþykkt.

8.

Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaganna.- Mál nr. 1902007

Lögð fram.

Oddvita falið að skoða málið í tilliti til eldri reglugerðar.

9.

Húsafriðunarsjóður 2016- Mál nr. 1608008

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að verndaráætlun verði auglýst sbr. 4. mgr. 5.gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015, í Morgunblaðinu og með dreifibréfi til íbúa og tillagan muni liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og á heimasíðu þess í að lágmarki 6 vikur.

Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu verndaráætlunar Framdalsins í Skorradal sbr. 4. mgr. 5. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Hreppsnefnd leggur til að tillagan verði auglýst í Morgunblaðinu og Íbúanum. Tillagan verði einnig látin liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og á heimasíðu þess í að lágmarki 6 vikur. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

10.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-140/2017, Skorradalshreppur gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og íslenska ríkinu.- Mál nr. 1804004

Landréttardómur féll 16. nóvember s.l. ekki í hag Skorradalshrepps og hinna 4 sveitarfélaganna sem eru samstíga.

Á fundi hreppsnefndar 12. desember s.l. var samþykkt að áfrýja til Hæstaréttar niðurstöðu Landsréttar. Bókunin virðist hafa dottið upp fyrir í fundargerðarkerfinu og er því endurbókuð hér.

11.

Erindi frá Sumarbústaðafélaginu í Fitjahlíð – styrkbeiðni.- Mál nr. 1811004

Lögð fram styrkbeiðni.

Miklar umræður urðu um styrkbeiðnina.

Oddviti lagði til að hafna styrkbeiðninni. Samþykkt með meirihluta atkvæða.

Í samræmi við umræðunna var oddvita falið að hefja mótunar stefnu sveitarfélagsins um stuðning við opinn svæði.

Fundargerðir til staðfestingar

12.

Skipulags- og byggingarnefnd – 121- Mál nr. 1902002F

Lögð fram fundargerð frá 6. febrúar s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 4 liðum.

12.1

1608008 – Húsafriðunarsjóður 2016

12.2

1902003 – Indriðastaðir, verslun og þjónusta, breyting aðalskipulags

12.3

1403004 – Úttekt á bátaskýlum við Skorradalsvatn.

12.4

1902004 – Dagverðarnes, svæði 5, lóðir 58-61, deiliskipulag

Skipulagsmál

13.

Indriðastaðir, verslun og þjónusta, breyting aðalskipulags- Mál nr. 1902003

Óskað er eftir breytingu aðalskipulags í landi Indriðastaða, á svæði sem kallast Dyrholt. Lögð er fram lýsing breytingar Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að svæði sem eru skilgreind, annars vegar sem verslun- og þjónusta og er 2 ha að stærð, og hins vegar opið svæði til sérstakra nota og er 5 ha að stærð, verði breytt í samfellda frístundabyggð. Innan verslunar- og þjónustusvæðis eru byggð 4 frístundahús sem voru áður til útleigu í ferðaþjónustu. Eitt byggt hús er á opna svæðinu til sérstakra nota og er salernishús. Skipulags og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að lýsingin verði kynnt sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir almenningi og óskað verði umsagnar Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Slökkviliðs Borgarbyggðar og landeigenda Indriðastaða.

Hreppsnefnd samþykkir að lýsingin verði kynnt fyrir almenningi með opnum degi sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og óskað verði umsagnar Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Slökkviliðs Borgarbyggðar og landeigenda Indriðastaða. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

14.

Dagverðarnes, svæði 5, lóðir 58-61, deiliskipulag- Mál nr. 1902004

Lögð er fram til afgreiðslu, að beiðni landeiganda Dagverðarness, tillaga deiliskipulags fjögurra frístundalóða Dagverðarness 58, 59, 60 og 61. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að auglýsa deiliskipulag frístundalóða Dagverðarness 58, 59, 60 og 61 á svæði 5 sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er þörf á lýsingu skipulagsverkefnisins þar sem allar megin forsendur deiliskipulags liggja fyrir í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.

Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulag frístundalóða Dagverðarness 58, 59, 60 og 61 á svæði 5 sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

17:50.