13 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Mánudaginn 30. ágúst 2010 kl. 20:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Erindi frá Svölu Guðmundsdóttur vegna Fitjahlíðar 51A – Mál nr. 1008001

Lagður fram tölvupóstur frá Svölu Guðmundsdóttur.Farið er yfir hennar hlíð málsins vegna Fitjahlíðar 51A og gagntilboð hennar.

Eigendum Fitjahlíðar 51A var gert tilboð vegna málsins. Að teknu tilliti til alls, sem á undan er gengið þá samþykkir hreppsnefnd að ganga að þessu tilboði, og felur oddvita að ljúka málinu á morgun 31. ágúst.

2

Birkimói 3 – Mál nr. 1006050

Lagðar fram 3 umsóknir um leigu á húsinu.

Samþykkt að leigja Gísla Baldri Henrýsyni húsið frá og með 1. september n.k.

3

Ósk um lögheimilisflutning. – Mál nr. 1008002

Ósk Sigrúnar Þormars og Gunnars Alberts Rögnvaldssonar að flytja lögheimili sitt að Dagverðarnesi 72

Fram hefur komið, að hjónin, sem þar búa, fluttu frá Danmörku í vor, og hafa engan annan samastað hér á landi en í Dagverðarnesi 72. Hreppsnefnd samþykkir að lögheimilið verði þarna skráð, en með þeim skilmálum, að sveitarfélagið tekur engan þátt í eða ber ábyrgð á neysluvatnsöflun fyrir Dagverðarnes 72, enda á forræði landeiganda Dagverðarness. Varðandi snjómokstur ber sveitarfélagið ekki ábyrgð á hreinsun á vegi frá þjóðvegi nr. 508 að Dagverðarnesi 72

Fundargerðir til staðfestingar

4

Fundargerð Húsnefndar Brúnar – Mál nr. 1008003

Lögð fram fundargerð Húsnefndar Brúnar frá 11. júní s.l. ásamt tillögu að nýrri gjaldskrá.

Fundargerðin og gjaldskráin samþykkt.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

20:30.