13 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
Ár 2007, þriðjudaginn 18. desember kl. 20:30 var haldinn 13. fundur skipulags- og byggingarnefndar. Þessir sátu fundinn : Jón Eiríkur Einarsson formaður, Gísli Baldur Mörköre, Jens Davíðsson, og Árni Þór Helgason skipulags- og byggingarfulltrúi. Fundarritari var: Árni Þór Helgason.
Skipulagsmál.
1. Dagverðarnes 133952, (00.0120.00) Mál nr. SK070024
Mál áður skráð:
Nr. 40109 á 133. fundi skipulags- og byggingarnefnd Borgarfjarðar, 13. júlí. 2004. Undir lið nr.2.
Nr. 60043 á 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar Skorradalshrepps 19. des. 2006. Undir lið nr. 20.
Til fundar við nefndina voru mættir aðilar frá Dagverðarnesi. Árni, Arngrímur og Ívar. Skipulags- og byggingarnefnd lýsir eftir formlegum breytingartillögum á aðalskipulagi vegna væntanlegra deiliskipulagsbreytinga
2. Hvammur Mál nr.
Deiliskipulagsuppdrættir frá GASSA arkitekter fyrir hönd landeiganda. Deiliskipulagstillaga í landi Hvamms, svæði 1A, 1B, 2A, 2B og 2C.
Málið áfram til umræðu í nefndinni.
Byggingarleyfisumsóknir
3. Skálalækjarás 8 Mál nr.
Frístundahús
Sótt er um að reisa frístundahús og gestahús úr timbri á steyptum sökklum samkv. uppdráttum gerðum af Sigrúnu Óladóttur arkitekt, dags. 10.10.2007.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindinu verði frestað, víað er til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa..
4. Furuhvammur 6 Mál nr.
Frístundahús
Sótt er um að reisa frístundahús og gestahús úr timbri á steyptum undirstöðum samkv. uppdráttum gerðum af Opus ehf. teikni- og verkfræðistofu, dags. 14.12.2007
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindið verði samþykkt, enda verði rotþró í samræmi við reglur heilbrigðiseftirlits.
5. Hvammskógur43 Mál nr.
Frístundahús
Sótt er um að reisa frístundahús úr timbri á steyptum undirstöðum samkv. uppdráttum gerðum af Kristjáni Þórarinssyni, BFÍ, dags. 10.12.2007
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindinu verði frestað og vísar til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
6. Vatnsendahlíð 208 Mál nr.
Frístundahús
Sótt eru leyfi til að reisa frístundahús úr timbureiningum á steyptum undirstöðum, samkvæmt uppdráttum gerðum af Arkidea arkitektum ehf. dags. 23.09.2007
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindinu verði frestað,vísað er til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
Ýmis mál.
7. Hvammskógar 27 (28.0120.70) Mál nr. 70033
Frístundahús
540405-0420 Langás ehf
Smárarimi 44, 112 Reykjavík
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til, að staðfest verði stöðvun skipulags- og byggingarfulltrúa á framkvæmdum, þar sem erindið er ekki í samræmi við skipulagsskilmála og var ekki grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga við afgreiðslu málsins þ. 9. Júlí 2007.
Mælt er með, að erindið verði aftur lagt fyrir skipulags- og byggingarnefnd og úrbætur gerðar samkv. framangreindu. Að öðru leyti er vísað til skipulagsreglugerðar varðandi lágmarksfjarlægð frá lóðarmörkum á frístundalóðum og skipulagsskilmála varðandi hámarksstærð húsa, húsagerðir og fyrirkomulag.
8. Hvammskógar 25 (28.0102.50) Mál nr. 70034
Frístundahús
540405-0420 Langás ehf
Smárarimi 44, 112 Reykjavík
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til, að staðfest verði stöðvun skipulags- og byggingarfulltrúa á framkvæmdum, þar sem erindið er ekki í samræmi við skipulagsskilmála og var ekki grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga við afgreiðslu málsins þ. 9. Júlí 2007.
Mælt er með, að erindið verði aftur lagt fyrir skipulags- og byggingarnefnd og úrbætur gerðar samkv. framangreindu. Að öðru leyti er vísað til skipulagsreglugerðar varðandi lágmarksfjarlægð frá lóðarmörkum á frístundalóðum og skipulagsskilmála varðandi hámarksstærð húsa, húsagerðir og fyrirkomulag.
9. Hvammskógar 41 (28.0104.10) Mál nr. 70035
Frístundahús
020259-4859 Stefán Gunnar Jósafatsson
Flúðasel40, 109 Reykjavík
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til, að staðfest verði stöðvun skipulags- og byggingarfulltrúa á framkvæmdum, þar sem erindið er ekki í samræmi við skipulagsskilmála og var ekki grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga við afgreiðslu málsins þ. 9. Júlí 2007.
Mælt er með, að erindið verði aftur lagt fyrir skipulags- og byggingarnefnd og úrbætur gerðar samkv. framangreindu. Að öðru leyti er vísað til skipulagsreglugerðar varðandi lágmarksfjarlægð frá lóðarmörkum á frístundalóðum og skipulagsskilmála varðandi hámarksstærð húsa, húsagerðir og fyrirkomulag. Varðandi fjarlægð byggingarreita frá fornmynjum á svæðinu er vísað til umsagnar Fornleifaverndar ríkisins. (nr. 41).
Önnur mál
10. Bréf til byggingarnefndar Skorradalshrepps frá stjórn Félags sumarhúsaeigenda í Hvammi Skorradal vegna göngustígs, dags. 13. nóv. 2007.
Skipulags- og byggingarnefnd telur, að ekki þurfi að hlutast til um staðsetningu göngustígs að öðru leyti en samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Nefndinni er ekki kunnugt um að samkomulag hafi verið gert við fyrrverandi skipulags- og byggingarfulltrúa varðand nefndan göngustíg.
Fundargerð lesin upp í lok fundar.
Fundi lokið kl. 00:02
Jón Eiríkur Einarsson formaður
Gísli Baldur Mörköre
Jens Davíðsson
Árni Þór Helgason