130 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 130

miðvikudaginn 13. mars 2019 kl.15:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1.

Ársreikningur 2018, 12 mánaða uppgjör.- Mál nr. 1903003

Lagt fram.

Farið verður betur yfir niðurstöðu ársins á næsta fundi hreppsnefndar.

2.

Heimasíða sveitarfélagins.- Mál nr. 1902005

Samningur um heimasíðugerð.

Samþykkt að fela oddvita að ganga til samninga við Netvöktun ehf. á grundvelli tilboðs dagsett 11. febrúar s.l.

3.

Heimasíða sveitarfélagins.- Mál nr. 1902005

Tilboð í heimasíðugerð.

Oddvita heimilað að ganga til samninga við Fjólu Benediktsdóttur í samræmi við umræður á fundinum. JEE vék af fundi við afgreiðslu málsins.

4.

Útivistarsvæði við frístundarbyggðir.- Mál nr. 1903004

Oddviti lagði drög að stefnu um styrki við útivistarsvæði. Nokkrar umræður urðu um stefnuna. Ákveðið að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

5.

Almannavarnarnefnd – starfsmaður- Mál nr. 1903005

Samþykkt að taka þátt í sameiginlegum kostnaði vegna þess starfsmanns.

6.

Ljósleiðari í Skorradal- Mál nr. 1602003

Verkstaða verkefnisins.

PD fór yfir stöðu verksins.

7.

Erindi frá Borgarbyggð- Mál nr. 1811003

Varðar breytingar á þjónustusamningum. Oddviti fór yfir stöðu málsins.

Oddvita falið að vinna að málinu áfram.

Fundargerðir til staðfestingar

8.

Skipulags- og byggingarnefnd – 122- Mál nr. 1903001F

Lögð fram fundargerð frá því í dag, 13. mars

Fundargerðin samþykkt í öllum 5 liðum.

8.1

1903002 – Lýsing breytingar Aðalskipulags Borgarbyggðar, Iðunnarstaðir

8.2

1712001 – Fitjar, deiliskipulag íbúðalóða

8.3

1806012 – Fitjahlíð 30, Umsókn um að skipta upp í tvær lóðir.

8.4

1712003 – Hreinsun Andakílsár, framkvæmdaleyfi II

8.5

1403004 – Úttekt á bátaskýlum við Skorradalsvatn.

Skipulagsmál

9.

Lýsing breytingar Aðalskipulags Borgarbyggðar, Iðunnarstaðir- Mál nr. 1903002

Borgarbyggð kynnir lýsingu breytingar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 í landi Iðunnarstaða. Fyrirhugað er að breyta landnotkun svæðis úr landbúnaði í verslun- og þjónustusvæði og opið svæði til sérstakra nota. Breytingin mun taka til 4,2 ha svæðis, verslun- og þjónustusvæði verður 1,6 ha og opið svæði til sérstakra nota 2,6 ha. Kynning var lögð fram á skipulags- og byggingarnefndarfundi og lagt til að kynning breytingar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 í landi Iðunnarstaða verði lögð fram á hreppsnefndarfundi.

Breytingar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 í landi Iðunnarstaða lögð fram til kynningar.

10.

Fitjar, deiliskipulag íbúðalóða- Mál nr. 1712001

Deiliskipulagstillaga var tekin fyrir á 119. og 120. fundi skipulags- og byggingarnefndar en afgreiðslu frestað þar sem ekki var gerð grein fyrir hvernig tillagan samræmdist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022 og verndaráætlunar framdalsins. Nú hefur verið orðið við beiðni sveitarfélagsins og tillagan því tekin til efnislegrar afgreiðslu. Tillaga deiliskipulags er lögð fram og kynnt. Deiliskipulagstillagan tekur til afmörkunar tveggja íbúðalóða, samkvæmt tillögu er heildar byggingarmagn 200 fm á hvorri lóð, hámarks mænishæð verði 7.5 m frá óhreyfðu landi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillaga deiliskipulags verði auglýst sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. að teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar.

Hreppsnefnd samþykkir að tillaga deiliskipulags verði auglýst sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarnefndar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl.

17:15.