134 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 134

miðvikudaginn 21. ágúst 2019 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1.

Kjör oddvita- Mál nr. 1906007

Kosning oddvita.

ÁH gerði tillögu um að oddviti yrði kosinn til þriggja ára. Það samþykkt.

Kosning fór þannig:

Árni Hjörleifsson, 3 atkvæði

Pétur Davíðsson, 2 atkvæði

Árni Hjörleifsson kjörinn oddviti.

2.

Kjör varaoddvita- Mál nr. 1906008

Kosning varaoddvita til þriggja ára.

Jón E. Einarsson fékk 4 atkvæðði

Pétur Davíðsson fékk 1 atkvæði

Jón E. Einarsson kjörinn varaoddviti.

3.

Tilboð frá KPMG hf.- Mál nr. 1906011

Lagður fram undirritaður samningur við KPMG hf.

Samningurinn staðfestur.

4.

Erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna.- Mál nr. 1908002

Lagt fram almennt erindi til allra sveitarfélaga frá nefndinni

Lagt fram.

5.

Erindi frá Borgarbyggð- Mál nr. 1811003

Lagður fram nýr samningur um félagsþjónustuna við Borgarbyggð.

Samningurinn samþykktur og oddvita falið að undirrita hann.

6.

Samþykktir sveitarfélagsins.- Mál nr. 1908003

ÁH leggur til að samþykktir sveitarfélagsins verði yfirfarnar.

Það samþykkt.

7.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-140/2017, Skorradalshreppur gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og íslenska ríkinu.- Mál nr. 1804004

Íslenska ríkið og jöfnunarsjóður hafa gert upp samkvæmt niðurstöðu dómsins.

Oddviti lagði einnig fram umboð sem Lex lögmannsstofa fékk til að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins til að loka málinu.

8.

Kaldavatnsmál í Birkimóa- Mál nr. 1908004

Kaldavatnsleysi hefur orðið í Birkimóa vegna þurrka í sumar.

Oddviti kynnti stöðu málsins.

9.

Ráðstöfun styrks úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2019- Mál nr. 1908005

Vegagerðin hefur samþykkt styrk 1,5 milljón til styrkvegarins frá Bakkakoti að Stóru-Drageyri.

Oddvita falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

10.

Útivistarsvæði við frístundarbyggðir.- Mál nr. 1903004

Lagt fram nýtt erindi frá sumarbústaðafélaginu í Fitjahlíð.

Oddviti lagði fram bókun við svari erindi Fitjahlíðarfélagins. Það samþykkt.

11.

Uppgjör lífeyrisskuldbindinga Brú lsj. starfamanna sveitarfélaga.- Mál nr. 1801005

Staða málsins.

Farið yfir stöðu málsins og eins samskipti við KPMG.

12.

Fyrirkomulag starfa- Mál nr. 1908006

13.

Kæra á umhverfismati vegna Vesturlandsvegar – Mál nr. 1908007

Skipulagsstofnun leggur til að gert sé umhverfismat vegna breikkunar á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi.

Samþykkt að kæra í samstarfi við önnur sveitarfélög á Vesturlandi kröfu Skipulagstofnunar.

14.

Hreinsun Andakílsár, framkvæmdaleyfi- Mál nr. 1706013

Orka Náttúrunar bauð upp á vinnustofu í júní. Ósk er um að skipa í vinnuhóp á vegum ON.

Samþykkt að skipa PD í vinnuhópinn.

Fundargerðir til staðfestingar

15.

Skipulags- og byggingarnefnd – 126- Mál nr. 1907001F

Lögð fram fundargerð frá 6. ágúst s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 8 liðum.

15.1

1704011 – Indriðastaðir 1b, umsókn um byggingarleyfi

15.2

1902003 – Indriðastaðir, verslun og þjónusta, breyting aðalskipulags

15.3

1712001 – Fitjar, deiliskipulag íbúðalóða

15.4

1803001 – Hvammsskógur 23, 25 og 27, breyting deiliskipulags

15.5

1908001 – Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032

15.6

1706013 – Hreinsun Andakílsár, framkvæmdaleyfi

15.7

1704004 – Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi

15.8

1905014 – Dagverðarnes 210

16.

Fundargerð stjórnar fjallskilaumdæmisins- Mál nr. 1908015

Lögð fram fundargerð nr. 6 hjá stjórn Fjallskilaumdæmisins.

Fundargerðin staðfest.

Fundargerðir til kynningar

17.

Fundir stjórnar Faxaflóahafna nr. 166-181- Mál nr. 1908012

Fundargerðir lagðar fram.

18.

Samtök sveitarfélaga á Vesurlandi, stjórnarfundir nr. 136-146- Mál nr. 1908013

Lagðar fram.

19.

Fundargerðir nr. 857 – 872 stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.- Mál nr. 1908014

Lagðar fram.

Skipulagsmál

20.

Indriðastaðir, verslun og þjónusta, breyting aðalskipulags- Mál nr. 1902003

Tillaga breytingar aðalskipulags var kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaðilum sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. með opnum degi á skrifstofu sveitarfélagsins þann 28. maí 2019. Tillagan var einnig kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga með erindi sem sent var þann 2. júlí 2019. Tillagan var send Skipulagsstofnun til athugunar sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið tillöguna og gerir nokkrar athugasemdir við tillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tekið verði tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og tillagan auglýst sbr. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br..

Hreppsnefnd samþykkir að tekið verði tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og tillagan auglýst sbr. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

21.

Hvammsskógur 23, 25 og 27, breyting deiliskipulags- Mál nr. 1803001

Óveruleg breyting deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. var grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga frá 25. júní til 25. júlí 2019. Ein athugasemd barst á grenndarkynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tekið verði tillit til innsendrar athugasemdar er varðar aðkomu að lóð og stækkun byggingarreits í átt að Furuhvammi 1 þannig að byggingarreitur sé óbreyttur til norðurs. Lagt er til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags að öðru leiti og samþykkt skipulagstillaga send til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

Hreppsnefnd samþykkir að taka tillit til innsendrar athugasemdar er varðar aðkomu að lóð og stækkun byggingarreits í átt að Furuhvammi 1 þannig að byggingarreitur sé óbreyttur til norðurs. Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags að öðru leiti. Hreppsnefnd leggur til að samþykkt skipulagstillaga verði send til Skipulagsstofnunar og birt auglýsing um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

22.

Fitjar, deiliskipulag íbúðalóða- Mál nr. 1712001

Tillaga deiliskipulags var kynnt fyrir íbúum og öðrum hagsmunaðilum á opnum degi þann 28. maí 2019. Tillagan var auglýst sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. frá 5. júní til 17. júlí 2019. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja auglýsta tillögu deiliskipulags tveggja íbúðalóða í landi Fitja sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og birta auglýsingu um samþykkt í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar sbr. 42. gr. sömu laga.

Hreppsnefnd samþykkir auglýsta tillögu deiliskipulags tveggja íbúðalóða í landi Fitja sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og leggur til að birta auglýsingu um samþykkt í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar sbr. 42. gr. sömu laga. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

23.

Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032- Mál nr. 1908001

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 28. maí 2019 að auglýsa kynningu á skipulagslýsingu fyrir aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar sbr. skipulagslögum nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að ekki þurfi að senda inn ábendingar vegna skipulagslýsingar.

Hreppsnefnd hefur ekki ábendingar vegna skipulagslýsingar. Skipulagsfulltrúa falið að koma þeim upplýsingum á framfæri við Hvalfjarðarsveit.

Byggingarleyfismál

24.

Indriðastaðir 1b, umsókn um byggingarleyfi- Mál nr. 1704011

Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu, frá 11. júní til 11. júlí 2019. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja veitingu byggingarleyfis.

Hreppsnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

00:30.