135 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

þriðjudaginn 3. mars 2020 kl.13:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri.

Þessir sátu fundinn:
  • Jón E. Einarsson
  • Pétur Davíðsson
  • Sigrún Guttormsdóttir Þormar
  • Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir
  • Sæmundur Víglundsson.
Fundargerð ritaði:
  • Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
SV var á fundi undir lið byggingarmála

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Húsafriðunarsjóður 2016- Mál nr. 1608008
Með vísan til 5. mgr. 4. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð hefur mennta og menningarmálaráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir, ákveðið að fenginni tillögu hreppsnefndar Skorradalsrepps að framdalurinn í Skorradal, nánar tiltekið heimatún bæjanna Háafells, Fitja, Sarps, Efstabæjar, Bakkakots og Vatnshorns, ásamt gömlum þjóðleiðum sem liggja um lönd þeirra, verða sérstakt verndarsvæði innan sveitarfélagsins. Staðfestingarskjal var undirritað af ráðherra þann 11. febrúar 2020. Ráðuneytið mun birta ákvörðun ráðherra í Stjórnartíðindum með auglýsngu sbr. ofangreindum lögum.
Staðfestingarskjal ásamt erindi frá ráðuneytinu lagt fram og kynnt.
2. Friðslýsing í landi Vatnshorns og Fitja- Mál nr. 1903006
Haldinn var fundur með Umhverfisstofnun, Umhverfisráðuneytinu, landeigendum og Skorradalshreppi þann 18. febrúar 2020 er varðar friðlýsingu í landi Vatnshorns og Fitja. Lögð fram fundargerð, uppdráttur og drög að auglýsingu friðlýsingar. Ákveðið var á fundi samráðshópsins að friðlýsta svæðið bæri nafnið FRIÐLAND VIÐ FITJAÁ.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að tryggt verði að heimild verði fyrir hreinsun skurða innan og á mörkum friðlands. Skipulagsfulltrúa falið að upplýsa Umhverfisstofnun um afstöðu nefndarinnar.
3. Húsakönnun 2018- Mál nr. 1802001
Erindi hefur borist frá ráðgjafa er varðar framhald vinnu við húsakönnun fyrir sveitarfélagið.
Málin rædd og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Byggingarleyfismál

4. Mófellsstaðir, stofnun lóðar.- Mál nr. 1909006
Mófellsstaðabúið ehf óskar eftir að stofna nýja landeign, Mófellsstaðir-Fögruvellir, stærð 3500 m2. Nýja landeignin er stofnuð úr landi Mófellsstaða.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkja stofnun lóðar og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
5. Indriðastaðir 50, umsókn um byggingarleyfi- Mál nr. 2003001
Sótt er um byggingarleyfi til að byggja, 24,7 m2 við núverandi hús á lóðinni sem er skv. þjóðskrá 50,0 m2. Samtals yrði því byggingarmagn á lóðinni 74,7 m2 sem er umfram heimildir á þessu svæði.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Indriðastöðum 32, 33, 34, 49 og 51, Stráksmýri 9, 11 og 13 og landeigendum.

Skipulagsmál

6. Hvammur, Hvammsskógur neðri, br. deiliskipulags- Mál nr. 2001001
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 21. janúar til og með 21. febrúar 2020. Eitt erindi barst á kynningartíma. Erindið hefur ekki áhrif á tillöguna og fól ekki í sér athugasemd.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa verði falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
7. Fitjahlíð 30, Umsókn um að skipta upp í tvær lóðir.- Mál nr. 1806012
Svarbréf við erindi Gísla Tryggvasonar lögmanns lagt fyrir og kynnt.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að svarbréf við erindi Gísla Tryggvasonar lögmanns verði samþykkt af hreppsefnd og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
8. Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala- Mál nr. 1402009
Haldinn var fundur þann 11. febrúar 2020 með Vegagerðinni, landeiganda Fitja og skipulagsyfirvöldum. Fundur var haldinn á skrifstofu Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Verkefni deiliskipulags Kiðhúsbala var kynnt fyrir Vegagerðinni og spurningar lagðar fram að hálfu skipulagsyfirvalda er varðar breidd Skorradalsvegar og vegsvæðis. Tölvupóstur hefur borist frá Vegagerðinni þar sem afstaða þeirra er kynnt.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúi vinni málið áfram gagnvart afstöðu Vegagerðarinnar.
9. Deiliskipulag við Skálalæk, lóð Hrísáss 18, breyting deiliskipulags- Mál nr. 2003002
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags fyrir lóð Hrísás 18 í landi Indriðastaða er varðar aukið byggingarmagn og breytta mænisstefnu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Hrísás 16 og 20 og Skálalæk 1 og 2 og landeigendum þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
10. Dagverðarnes 130, svæði 3, breyting deiliskipulags- Mál nr. 2003003
Óskað er eftir að byggja 130 m2 frístundahús. Samkvæmt skilmálum deiliskipulags er heimilt að byggja 82,0 m2 á lóðinn.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 125,127,128,132,204,206 og 208 og landeigendum þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:00.