137 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 137

fimmtudaginn 10. október 2019 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1.

Ársreikningur Skorradalshrepps fyrir árið 2018- Mál nr. 1910001

Lagður fram til fyrri umræðu. Fulltrúi KPMG, Konráð Konráðsson kom og fór yfir ársreikning.

Í kjölfar dóms Hæstaréttar frá í maí s.l. vegna framlaga Jöfunarsjóðs vegna áranna 2013 til 2018, þá hefur Ríkisfjárshirsla og Jöfnunarsjóður greitt framlag vegna fyrrnefndra ára ásamt dráttarvöxtum og er það tekjufært í ársreikningi 2018. Hreppsnefnd samþykkir í ljósi þessa dóms að færa 15.000.000 kr. framlag á árinu 2018 til lækkunar á stofnkostnaði vegna ljósleiðaraframkvæmda Ljóspunkts ehf. félags sem er í eigu Skorradalshrepps. Þetta framlag til Ljóspunkts skal færast á málaflokk 20.

Með þessum breytingum er ársreikningur samþykktur úr fyrri umræðu til seinni umræðu.

Gestir

Konráð Konráðsson – KPMG hf. –

2.

Erindi frá Samgöngu – sveitarstjórnarráðuneytinu.- Mál nr. 1910002

Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 í samráðsgátt.

Samþykkt var að gera sameiginlega greinargerð með Hvalfjarðarsveit, Grímnes- og Grafningshrepps, Ásahrepps og Fljótsdalshreppi. Óskar Sigurðsson, hrl gerði greinargerðina og skilaði henni inn. Hreppsnefnd samþykkti greinargerðina á milli sveitarstjórnarfunda.

3.

9. mánaða uppgjör ársins 2019- Mál nr. 1910003

Lagt fram 9. mánaðauppgjör.

Farið yfir uppgjörið og útskýrt.

4.

Þjónusta Motusar ehf.- Mál nr. 1906001

Lagðir fram drög að samningum við Motus um þjónustu með innheimtu fasteignagjalda.

Samningur samþykktur með 4 atkvæðum. 1 greiddi atkvæði gegn samningum.

5.

Greiðsla reikninga.- Mál nr. 1910005

Lagður fram samningur við Steinunni Fjólu Benediktsdóttir.

Samningur samþykktur. JEE vék af fundi við afgreiðslu málsins.

6.

Skönnun byggingateikninga- Mál nr. 1910004

Lagður fram samningur við Ottó Hreiðarsson/Mófellsstaðabúið ehf. um skönnun teikninga.

Tímabundin samningur samþykktur.

7.

Minnisblað oddvita.- Mál nr. 1910006

Minnisblað oddvita um stjórnsýslu Skorradalshrepps.

Framlagt.

8.

Friðslýsing í landi Vatnshorns og Fitja- Mál nr. 1903006

Samstarfshópur fundaði um friðlýsingu þann 16. september 2019 á Hvanneyri. Farið var yfir fyrirhugaða afmörkun svæðisins, drög að auglýsingu um friðlýsingu og nafn friðlýsts svæðis. Umhverfisstofnun óskar eftir tillögum um heiti svæðis, upplýsingar um mögulega hagsmunaaðila og samþykki sveitarfélagsins fyrir friðlýsingu svæðisins. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja áform um friðlýsingu svæðisins. Nefndin leggur enn fremur til að heiti friðlýsts svæðis verði Engjar Fitjaár. Það er mat nefndarinnar að lóðarhafar Fitjahlíðar sem liggja að fyrirhuguðu friðlýstu svæði séu einnig hagsmunaaðilar.

Hreppsnefnd samþykkir áform um friðlýsingu svæðisins samkvæmt fyrirliggjandi gögnum frá Umhverfisstofnun. Hreppsnefnd leggur til að heiti friðlýsts svæðis verði Engjar Fitjaár og það er mat hreppsnefndar að lóðarhafar frístundabyggðar í Fitjahlíð sem liggja að fyrirhuguðu friðlýstu svæði séu hagsmunaaðilar.

Fundargerðir til staðfestingar

9.

Skipulags- og byggingarnefnd – 128- Mál nr. 1909002F

Lögð fram fundargerð frá því 16. september s.l.

Fundargerðin samþykkt með þennan 1 lið.

9.1

1903006 – Friðslýsing í landi Vatnshorns og Fitja

10.

Skipulags- og byggingarnefnd – 129- Mál nr. 1909005F

Lögð fram fundargerð frá því 1. október s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 9 liðum.

10.1

1903006 – Friðslýsing í landi Vatnshorns og Fitja

10.2

1909004F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 53

10.3

1902004 – Dagverðarnes, svæði 5, lóðir 58-61, deiliskipulag

10.4

1908011 – Indriðastaðir Dyrholt, nýtt deiliskipulag

10.5

1909017 – Endurskoðun aðalskipulags

10.6

1806003 – Kæra nr. 81/2018, Fitjar, óveruleg breyting aðalskipulags

10.7

1903007 – Kæra nr. 21-2019, Fitjar, uppskipting lóða

10.8

1806012 – Fitjahlíð 30, Umsókn um að skipta upp í tvær lóðir.

10.9

1704004 – Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi

Skipulagsmál

11.

Endurskoðun aðalskipulags- Mál nr. 1909017

Erindi barst frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort hafin er eða áformuð vinna við gerð eða endurskoðun aðal- eða svæðisskipulags og hvort að fyrirhugað er að leita eftir kostnaðarþátttöku Skipulagssjóðs vegna þeirrar skipulagsvinnu á yfirstandandi eða komandi ári. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að óskað verði eftir kostnaðarþátttöku Skipulagssjóðs við endurskoðun aðalskipulags.

Hreppsnefnd leggur til að óskað verði eftir kostnaðarþátttöku Skipulagssjóðs við endurskoðun aðalskipulags Skorradalshrepps og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

12.

Dagverðarnes, svæði 5, lóðir 58-61, deiliskipulag- Mál nr. 1902004

Á 133. fundi hreppsnefndar var deiliskipulag frístundabyggðar á svæði 5, fyrir lóðir nr. 58-61, samþykkt. Láðst hafði að óska umsagna auglýstrar tillögu deiliskipulags áður en hreppsnefnd samþykkti tillöguna. Brugðist hefur verið við því og óskað var umsagnar Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HEV) og Minjastofnunar Íslands. Umsagnir eru lagðar fram og kynntar. Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að umsagnir hafi ekki áhrif á auglýsta tillögu, en gerð var leiðrétting á kafla 2.1 í samræmi við umsögn Umhverfisstofnunar og HEV. Einnig var kafli 5 er varðar kynningu og samráð uppfærður í samræmi við umsagnir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja deiliskipulag frístundabyggðar, svæði 5, lóðir nr. 58-61, ásamt ofangreindum breytingum sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.

Hreppsnefnd samþykkir deiliskipulag frístundabyggðar, svæði 5, lóðir nr. 58-61, ásamt ofangreindum breytingum sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

13.

Indriðastaðir Dyrholt, nýtt deiliskipulag- Mál nr. 1908011

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að auglýsa deiliskipulag Dyrholts í landi Indriðastaða sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar tekið hefur verið tillit til ábendinga nefndarinnar.

Við gildistöku skipulagsins mun deiliskipulag sem samþykkt var í hreppsnefnd þann 11. nóv. 2003 fellt úr gildi. Deiliskipulagstillagan varðar frístundabyggð með 8 frístundalóðum. Deiliskipulagstillagan samræmist breytingu aðalskipulags sem er í auglýsingu frá 30. september til 11. nóvember 2019. Ekki er þörf á lýsingu deiliskipulags eða kynningu þar sem allar megin forsendur liggja fyrir í breytingu aðalskipulags.

Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulag Dyrholts í landi Indriðastaða sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar tekið hefur verið tillit til ábendinga hreppsnefndar. Auglýsa skal tillöguna í Morgunblaðinu og Lögbirtingarblaðinu. Óska skal umsagnar deiliskipulagsins hjá Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Minjastofnun Íslands, Slökkviliði Borgarbyggðar, RARIK og landeiganda Indriðastaða. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

14.

Kæra nr. 81/2018, Fitjar, óveruleg breyting aðalskipulags- Mál nr. 1806003

Niðurstaða lá fyrir hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þann 13. september 2019 er varðar kæru Karólínu Huldu Guðmundsdóttur og Jóns Arnars Guðmundssonar á hendur sveitarfélaginu. Kærumálinu var vísað frá úrskurðarnefndinni. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að niðurstaðan verði kynnt hreppsnefnd.

Niðurstaðan lögð fram og kynnt hreppsnefnd.

15.

Kæra nr. 21-2019, Fitjar, uppskipting lóða- Mál nr. 1903007

Niðurstaða lá fyrir hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þann 27. september 2019 er varðar kæru Karólínu Huldu Guðmundsdóttur og Jóns Arnars Guðmundssonar á hendur sveitarfélaginu að skipta lóðinni Fitjahlíð 30 í tvennt og sameina hvorn helming fyrir sig við lóðirnar Fitjahlíð 28 og 32. Kærumálinu var vísað frá úrskurðarnefndinni. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að niðurstaðan verði kynnt hreppsnefnd.

Niðurstaðan lögð fram og kynnt hreppsnefnd.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

01:00.