139 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags-og bygginganefnd, fundur nr. 139

Dags. 9.6.2020

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
 139. fundur
þriðjudaginn 9. júní 2020 kl.13:00, hélt  skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri.  Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði:Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
Almenn mál
1. Stofnun lóða í landi Vatnshorns, Bakkakots og Sarps- Mál nr. 2005011
Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar. Heimatún Vatnshorns, Bakkakots og Sarps er hluti verndarsvæðis í byggð í framdal Skorradals. Í áætluninni eru lagðar fram leiðir að markmiðum um verndun svipmóts og minja. Með því meðal annars að hugað verði að því að gömlu túnmörkunum verði haldið sýnilegum og uppbygging verði í algeru lágmarki á heimatúnum og taki mið af minjavernd. Einnig að lögð verði áhersla á endurgerð og viðhald húsa sem enn standa og stuðla að því að húsunum verði fundin nýtt hlutverk.
Það er mat skipulega- og byggingarnefnd að mikilvægt sé að afmörkun lóða fylgi afmörkun verndarsvæðis í byggð er varðar heimatún umræddra jarða, þannig er möguleiki á að viðhalda því svipmóti sem einkennir svæðið og byggðina, hvað varðar hlutföll, stærð, form, efnisval og litaval. Það er mat nefndarinnar að lóðir muni ekki hafa áhrif á friðun votlendis við Fitjaá, þ.e.a.s. ef að uppbygging verður í samræmi við verndaráætlun í byggð. Nefndin leggur enn fremur til að lóðir heiti Vatnshorn 1, Bakkakot 1 og Sarpur 1 sbr. Aðalskipulag Skorradalshrepps.

Fundargerðir til staðfestingar

2. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 54- Mál nr. 2005001F
Fundargerð lögð fram, kynnt og samþykkt.
2.1 1704011 – Indriðastaðir 1b, umsókn um byggingarleyfi
2.2 2003001 – Indriðastaðir 50, umsókn um byggingarleyfi
3. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 55- Mál nr. 2006001F
Fundargerð lögð fram, kynnt og samþykkt.
3.1 1804001 – Hvammsskógur 27, Umsókn um byggingarleyfi
3.2 1108001 – Hrísás 18, byggingarleyfi
3.3 1604020 – Dagverðarnes 130, umsókn um byggingarleyfi
3.4 1909016 – Hvammur, umsókn um niðurrif mannvirkja
3.5 2005005 – Stóra – Drageyri, umsókn um niðurrif húsa

Skipulagsmál

4. Vatnsendahlíð 31, Umsókn um byggingarleyfi f. geymslu- Mál nr. 2005007
Sótt er um að byggja 14,0 m2 geymslu á lóðinni. Heimilað byggingarmagn er 82 fm á lóð skv. gildandi deiliskipulagi. Þar sem byggingarmagn á lóð fer upp fyrir heimild skv. deiliskipulagi óskar umsækjandi þess að gerð verði breyting á skilmálum á lóðinni þannig að bygging 14,0 m2 geymslu rúmist þar innan. Hér er um að ræða tilkynningarskylda framkvæmd og því ekki þörf á formlegu byggingarleyfi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 23, 29 og landeigendum þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
5. Kæra nr. 118-2019, Fitjahlíð uppskipting lóðar- Mál nr. 1911010
Úrskurður hefur borist frá Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála í máli kæru 118-2019. Felld er úr gildi ákvörðun hreppsnefndar Skorradalshrepps frá 23. október 2019 um að synja umsókn kærenda um að skipta lóðinni Fitjahlíð 30 í tvennt og sameina hvorn helming fyrir sig við lóðirnar Fitjahlíð 28 og 32. Afstaða er ekki tekin til krafna kærenda um að umsókn þeirra verði samþykkt.Tölvupóstur dags. 8.6.2020 frá lögmanni kærenda hefur enn fremur borist.
Úrskurður og tölvupóstur lögmanns kærenda lagt fram og kynnt. Skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt lögmanni sveitarfélagsins falið að skoða og vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
6. Dagverðarnes 210, á svæði 4, breyting deiliskipulags- Mál nr. 2006002
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags Dagverðarnes á svæði 4, fyrir lóð Dagverðarnes 210. Breytingin varðar aukið byggingarmagn á lóð úr 60 fm í 178 fm. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2020.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 131, 138, 208, 212 og landeiganda.

Framkvæmdarleyfi

7. Hornsá, umsókn um framkvæmdaleyfi- Mál nr. 2006001
Óskað er eftir framkvæmdaleyfi til bakkavarna í Hornsá neðan Mófellsstaðavegar (507). Gert er ráð fyrir að taka að hámarki 5.500 m3 efni til að breikka ánna þannig að áin fái nægilegt rými (flóðfar) í farveginum í flóðum og hlutar eystri bakka árinnar verði lagfærðir. Umsagnir Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu liggja fyrir. Samþykki landeiganda liggur ekki fyrir.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skiplagslaga nr. 123/2020 og framkvæmdaleyfi verði veitt til loka árs 2021 að því gefnu að samþykki landeiganda liggi fyrir.
     

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:15.