14. janúar 2009 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 14. janúar 2009 kl:21.00. Þessi sátu fundinn: Davíð Pétursson, Fjóla Benediktsdóttir, K. Hulda Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og Jón E. Einarsson kom inn fyrir Pétur Davíðsson.
1. Oddviti greindi frá þeim fundum sem hann átti með byggingar- og skipulagsfulltrúa í desember og varða starf fulltrúans.
2. Lagt fyrir erindi frá Borgarbyggð dagsett 16. desember 2008 þar em boðin er fram þjónusta framkvæmdasviðs Borgarbyggðar. Málinu frestað.
3. Oddviti sagði frá fundi sem hann átti með lögmönnum landbúnaðarráðuneytisins og ráðherra varðandi Hvammshlíðina. Umhverfisráðuneytið fór á þess leit við landbúnaðarráðuneytið fyrir hönd skógræktinnar að hún þyrfti á húsinu að halda vegna starfsemi sinnar og gæti því ekki selt húsið. Samþykkt að bíða til 15. mars eftir því hvort starfsmaður skógræktarinnar verði fluttur í húsið. Ef ekki mun hreppurinn leita leiða til að leysa húsið til sín aftur á, allt að fasteignamatsverði.
4. Lagt fram bréf dagsett 16. desember frá ungmennafélaginu Íslendingi er varðar það að hreppurinn taki við rekstri Hreppslaugar. Óskað er eftir að Ungmennafélagið sýni fram á að laugin hafi rekstrarleyfi og að Skorradalshreppur fái rekstrareikning yfir laugina síðustu tveggja ára. Í framhaldinu af því verði málið skoðað.
5. Bréf frá nemendafélagi Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi er varðar styrkumsókn fyrir söngleik við skólann. Bréfið tekið fyrir en óskað eftir þeim upplýsingum sem getið er í bréfinu og málinu frestað til seinni umræðu fjárhagsáætlunar.
6. Bréf frá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar er varðar styrkumsókn. Málinu frestað til seinni umræðu fjárhagsáætlunar.
7. Lögð fram brunavarnaáætlun Borgarbyggðar, Skorradalshrepps og Eyja- og Miklaholtshrepps 2008 sem samþykkt var 17. desember 2008.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:10:50