140 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 140

miðvikudaginn 11. desember 2019 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1.

Fjárhagsáætlun 2020- Mál nr. 1910009

Áætlun lögð fram til seinni umræðu

Fjárhagsáætlun samþykkt með smá breytingu. Niðurstaða áætlunar er 11.412.000 þúsund kr. í halla af aðalsjóði og 11.807.000 þúsund kr. í halla af A og B hluta.

Hreppsnefnd samþykkir eftirfarandi greinargerð með áætluninni.

„Fjárhagsáætlun Skorradalshrepps vegna ársins 2020 er samþykkt með 11.412.000,- kr. halla á aðalsjóði. Ástæða þessa er meðal annars að sveitarfélagið fékk leiðréttingu vegna framlaga jöfnunarsjóðs fyrir s.l. 5 ár meðal annars jöfnunar vegna fasteignagjaldatekna. Ákveðið er því að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda. Kostar sú lækkun um 7 milljónir króna í álagningu fasteignagjalda á móti síðasta ári. Eins er ákveðið að auka kostnað vegna hugsanlegra sameiningarmála um 5 milljónir króna. Bókast það undir yfirstjórn sveitarfélagsins

Skýrir það hallann og verður hann fjármagnaður af veltufjármunum.

Hreppsnefnd samþykkir að álagningarhlutfall fasteignagjalda fyrir árið 2020 verði fyrir A-stofn 0,35% og fyrir C-stofn 1,15%.

2.

3 ára fjárhagsáætlun 2021-2023- Mál nr. 1911009

3. ára áætlun lögð fram til seinni umræðu.

Áætlunin samþykkt samhljóða.

3.

Umsögn, frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.- Mál nr. 1912002

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.

Samþykkt var að leita til Óskars Sigurðssonar, lögmanns til að gera sameiginlega umsögn fyrir Skorradalshrepps, Hvalfjarðarsveit, Ásahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps og Fljótsdalshrepps.

Umsögnin lögð fram og samþykkt.

4.

Ljósleiðari í Skorradal- Mál nr. 1602003

Staða ljósleiðaramála.

PD fór yfir stöðu verkefnisins.

Fundargerðir til staðfestingar

5.

Skipulags- og byggingarnefnd – 132- Mál nr. 1912001F

Lögð fram fundargerð frá því í gær 10. desember s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 2 liðum.

5.1

1806012 – Fitjahlíð 30, Umsókn um að skipta upp í tvær lóðir.

5.2

1911010 – Kæra nr. 118-2019, Fitjahlíð uppskipting lóðar

6.

Fundargerð stjórnar fjallskilaumdæmisins- Mál nr. 1912003

Lögð fram fundargerð nr. 7 hjá stjórn Fjallskilaumdæmisins

Umræður urðu um lið 1. Fundargerðin staðfest.

Fundargerðir til kynningar

7.

Samtök sveitarfélaga á Vesurlandi, stjórnarfundir nr. 147-150- Mál nr. 1912006

Lagðar fram.

8.

Fundargerðir nr. 873 – 876 stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.- Mál nr. 1912005

Lagðar fram.

9.

Fundir stjórnar Faxaflóahafna nr. 182-185- Mál nr. 1912004

Lagðar fram.

Skipulagsmál

10.

Fitjahlíð 30, Umsókn um að skipta upp í tvær lóðir.- Mál nr. 1806012

Skorradalshreppi barst þann 26. nóvember 2019 erindi frá Gísla Tryggvasyni lögmanni með tölvupósti f. h. landeiganda Fitja þar sem óskað er eftir frekari rökum og rökstuðningi fyrir synjun á skiptingu lóðar nr. 30 í Fitjahlíð á milli 2ja aðliggjandi lóða. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd, á 132. fundi sínum þann 10.12.2019, að Ómari Karli Jóhannessyni lögmanni hjá Pacta verði falið að svara fyrir hönd hreppsins erindi Gísla Tryggvassonar lögmanns.

Hreppsnefnd samþykkir að Ómari Karli Jóhannessyni lögmanni hjá Pacta verði falið að svara fyrir hönd hreppsins erindi Gísla Tryggvassonar lögmanns. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.

22:15.