Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
- fundur
11.ágúst 2020 kl:15:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri.
Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
SV sat fundinn undir lið 2 og 3 í fjarfundi
SGÞ vék af fundi undir lið 2
Þetta gerðist:
Almenn mál |
||
1. | Friðslýsing í landi Vatnshorns og Fitja – Mál nr. 1903006 | |
Auglýsingu lauk þann 24. júní sl. á friðlýsingu svæðis í landi Vatnshorns og Fitja er nefnist Friðland við Fitjaá. Drög að greinargerð lögð fram um þær athugasemdir sem bárust. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúi komi á framfæri athugasemdum nefndarinnar við Umhverfisstofnun. | ||
Skipulagsmál |
||
2. | Kæra nr. 59-2020, Dagverðarnes 103 – Mál nr. 2008002 | |
Skorradalshreppi barst þann 10.7.2020 tölvupóstur frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) þar sem gerð er grein fyrir því að ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar um að hafna breytingu á skráningu lóðarinnar að Dagverðarnesi 103 er kærð. Frestur var veittur til 24. ágúst nk. til að skila inn umsögn sveitarfélagsins. | ||
Kæran lögð fram. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram og skila inn umsögn sveitarfélagsins til ÚUA í samræmi við umræður á fundinum. | ||
Gestir | ||
Ómar Karl Jóhannesson, lögmaður – | ||
3. | Kæra nr. 68-2020, Fitjahlíð 30 – Mál nr. 2008001 | |
Skorradalshreppi barst þann 27.7.2020 tölvupóstur frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) þar sem gerð er grein fyrir því að ákvörðun hreppsnefndar um að synja umsókn um skiptingu lóðar nr. 30 í Fitjahlíð og sameineiningu hvors helmings um sig við lóðirnar nr. 28 og 32 í Fitjahlíð er kærð. | ||
Kæran lögð fram. Lögmaður upplýsti um samskipti við lögmann gagnaðila þar sem óskað er eftir samtali um málið. Skipulagsfulltrúa falið að koma á fundi nefndarinnar og málsaðila. Skipulagsfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins falið að vinna málið áfram og skila inn umsögn sveitarfélagsins til ÚUA í samræmi við umræður á fundinum. | ||
Gestir | ||
Ómar Karl Jóhannesson, lögmaður – |
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17:00.