141. Skipulags- og byggingarnefndar

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps

  1. fundur

11.ágúst 2020 kl:15:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri.
Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.

Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

SV sat fundinn undir lið 2 og 3 í fjarfundi

SGÞ vék af fundi undir lið 2

 

Þetta gerðist: 

Almenn mál

1. Friðslýsing í landi Vatnshorns og Fitja – Mál nr. 1903006
Auglýsingu lauk þann 24. júní sl. á friðlýsingu svæðis í landi Vatnshorns og Fitja er nefnist Friðland við Fitjaá. Drög að greinargerð lögð fram um þær athugasemdir sem bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúi komi á framfæri athugasemdum nefndarinnar við Umhverfisstofnun.
 

Skipulagsmál

2. Kæra nr. 59-2020, Dagverðarnes 103 – Mál nr. 2008002
Skorradalshreppi barst þann 10.7.2020 tölvupóstur frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) þar sem gerð er grein fyrir því að ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar um að hafna breytingu á skráningu lóðarinnar að Dagverðarnesi 103 er kærð. Frestur var veittur til 24. ágúst nk. til að skila inn umsögn sveitarfélagsins.
Kæran lögð fram. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram og skila inn umsögn sveitarfélagsins til ÚUA í samræmi við umræður á fundinum.
Gestir
Ómar Karl Jóhannesson, lögmaður –
3. Kæra nr. 68-2020, Fitjahlíð 30 – Mál nr. 2008001
Skorradalshreppi barst þann 27.7.2020 tölvupóstur frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) þar sem gerð er grein fyrir því að ákvörðun hreppsnefndar um að synja umsókn um skiptingu lóðar nr. 30 í Fitjahlíð og sameineiningu hvors helmings um sig við lóðirnar nr. 28 og 32 í Fitjahlíð er kærð.
Kæran lögð fram. Lögmaður upplýsti um samskipti við lögmann gagnaðila þar sem óskað er eftir samtali um málið. Skipulagsfulltrúa falið að koma á fundi nefndarinnar og málsaðila. Skipulagsfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins falið að vinna málið áfram og skila inn umsögn sveitarfélagsins til ÚUA í samræmi við umræður á fundinum.
Gestir
Ómar Karl Jóhannesson, lögmaður –

 

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:00.