Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 149
- september 2020 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Þetta gerðist:
Almenn mál |
||
1. | Minnisblað oddvita (vinnulag) – Mál nr. 2007008 | |
Oddviti lagði fram lagfært minnisblað. | ||
Minnisblaðið samþykkt. | ||
2. | Tillaga um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál. – Mál nr. 1911002 | |
Lagt fram minnisblað Lex lögmannsstofu vegna áætlun um málefni sveitarfélaganna. | ||
Samþykkt að taka þátt með Hvalfjarðarsveit, Grímnes- og Grafningshreppi og Fljótdalshreppi að klára minnisblaðið og senda ráðuneytinu. | ||
3. | Framlag til byggingar laugarhús Hreppslaugar. – Mál nr. 2007003 | |
Lagt fram samkomulag við Ungmannafélagið Íslending. | ||
Samkomulagið samþykkt. | ||
4. | Leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna samvinnu sveitarfélaga í máli nr. SRN17120082 – Mál nr. 2009002 | |
Lagt fram bæði leiðbeinandi bréf ráðuneytisins frá 20. ágúst til allra sveitarfélaganna og bréf ráðuneytisins til Skorradalshrepps 24. ágúst s.l. | ||
Umræður urðu um bréf ráðuneytisins og eins leiðbeiningar. Samþykkt að fela oddvita að vinna málið áfram. | ||
5. | Snorrastofa ses, ósk um viðbótarstyrk vegna ársins 2020 – Mál nr. 2009003 | |
Lagt fram erindi frá Bergi Þorgeirssyni, forstöðumanni Snorrastofu | ||
Samþykkt að veita 250.000 kr. viðbótarstyrk vegna ársins 2020. SGÞ og PD tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins. |
||
6. | Erindi frá Inkasso ehf. – Mál nr. 2009004 | |
Lagt fram tilboð frá Inkasso um umsjón innheimtu gjalda fyrir Skorradalshrepp | ||
Frestað. | ||
7. | Erindi frá Land-Lögmönnum ehf, – Mál nr. 2009005 | |
Lagt fram erindi um persónuverndarmál og þjónustu um þau. | ||
Farið yfir stöðuna, málinu frestað. | ||
8. | Erindi til Vegagerðarinnar – Mál nr. 2009006 | |
Lagt fram bréf oddvita til Vegagerðinnar frá 1. september s.l. | ||
9. | Minnisblað oddvita (samningar) – Mál nr. 2007001 | |
Oddviti fór yfir stöðu mála. | ||
Rætt um samningagerð, frestað til næsta fundar. | ||
10. | Erindi frá Sorpurðun Vesturlands ehf. – Mál nr. 2009010 | |
Erindið varðar úrgangsmál og óskað er tilnefningu Skorradalshrepps í starfshóp um stefnumótun og þarfagreiningu sveitarfélaga. | ||
Pétur Davíðsson er tilnefndur í starfshópinn. | ||
Fundargerðir til staðfestingar |
||
11. | Skipulags- og byggingarnefnd – 142 – Mál nr. 2009001F | |
Lögð fram fundargerð frá í gær 8. september s.l. | ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 7 liðum. | ||
11.1 | 2008002F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 57 | |
11.2 | 2005008 – Vatnsendahlíð 44, umsókn um byggingarleyfi f. geymslu | |
11.3 | 2008001 – Kæra nr. 68-2020, Fitjahlíð 30 | |
11.4 | 1705002 – Dagverðarnes 51, byggingarmál | |
11.5 | 2009001 – Dagverðarnes 60, breyting deiliskipulags | |
11.6 | 2004007 – Vegaframkvæmd í Dagverðarnesi, framkvæmdaleyfi | |
11.7 | 1811007 – Vegaframkvæmd í Hvammi og Dagverðarnesi, framkvæmdaleyfi | |
Fundargerðir til kynningar | ||
12. | Fundargerðir nr. 880 – 886 stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga. – Mál nr. 2009008 | |
Lagðar fram. | ||
13. | Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, stjórnarfundir nr. 152 og 153 – Mál nr. 2009007 | |
Lagðar fram. | ||
14. | Fundir stjórnar Faxaflóahafna nr. 189-196 – Mál nr. 2009009 | |
Lagðar fram. | ||
Skipulagsmál |
||
15. | Vatnsendahlíð 44, umsókn um byggingarleyfi f. geymslu – Mál nr. 2005008 | |
Óskað er eftir að reisa allt að 10 m2 smáhýsi á lóð. Málinu var vísað til skipulags- og byggingarnefndar á 57. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ætlað byggingarmagn fer umfram heimildir. Nú er á lóðinni 84,7 m2 hús. Auka þarf byggingarmagn í 95 m2. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 42, 46, 48, 50 og landeiganda þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir. | ||
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags er varðar aukið byggingarmagn á lóð Vatnsendahlíðar 44 sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 42, 46, 48, 50 og landeiganda þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. | ||
16. | Dagverðarnes 60, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2009001 | |
Óskað er eftir breytingu á Deiliskipulagi frístundabyggðar, svæði 5, lóðir 58-61, er varðar lóð Dagverðarnes 60. Breytingin varðar þakform og vegghæð húss. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 36, 38, 40, 42, 70 og landeigendum. | ||
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags er varðar breytt þakform og vegghæð húss á lóð Dagverðarness 60 sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 36, 38, 40, 42, 70 og landeigendum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. | ||
17. | Dagverðarnes 51, byggingarmál – Mál nr. 1705002 | |
Óskað er eftir að reisa 92,0 m2 við núverandi hús, sem er nú 143,6 m2. Málinu var vísað til skipulags- og byggingarnefndar á 56. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ætlað byggingarmagn fer umfram heimildir í deiliskipulagi. Heimilað byggingarmagn er 90 m2 skv. skilmálum. Eftir stækkun verður frístundarhúsið 235,6 m2. Fyrir er á lóðinni gestahús 28,8 m2. Alls verður því byggingarmagn á lóðinni 265 m2. Auka þarf byggingarmagn úr 90 m2 í 265 m2. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 1, 2, 31, 52, 53, 54, 55 og landeigendum þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir. | ||
Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags er varðar aukið byggingarmagn á lóð Dagverðarness 51 sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 1, 2, 31, 52, 53, 54, 55 og landeigendum þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. | ||
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 00:20.