15. apríl 2009 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 15. apríl 2009 kl:21.00. Þessi sátu fundinn: Davíð Pétursson, Hulda Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og Pétur Davíðsson. Jón E. Einarsson sem varamaður.
1. Kjörskrá við Alþingiskosningar. Lögð fram kjörskrá við Alþingiskosningar þann 25. apríl n.k. Á kjörskrá í Skorradalshreppi eru 44 íbúar. Kjörskráin samþykkt og oddvita falið að undirrita hana.
2. Kosning í nefndir. Gísli Baldur Henrýson og Helena Guttormsdóttir eru flutt úr sveitarfélaginu, þarf því að kjósa í þær nefndir sem þau sátu í. Þá er Hulda Guðmundsdóttir orðin aðalmaður í hreppsnefnd Skorradalshrepps vegna flutnings Gísla.

A. Kjörstjórn: Nýr aðalmaður: Finnbogi Gunnlaugsson

nýr 1. varamaður:Jón E. Einarsson

B. Fulltrúi í fræðslunefnd Borgarbyggðar:Pétur Davíðsson

Varafulltrúi: Finnbogi Gunnlaugsson

C. Fulltrúi í félagsmálanefnd Borgarbyggðar:Hulda Guðmundsdóttir

Varafulltrúi: Guðrún Guðmundsdóttir

D. Bygginga- og skipulagsnefnd:Nýr aðalmaður: Jón Pétur Líndal

nýr 2. varamaður: Hulda Guðmundsdóttir

E. Umhverfisnefnd:Nýr aðalmaður: Hulda Guðmundsdóttir

nýr varamaður: Guðrún Guðmundsdóttir

F. Almannavarnanefnd Borgarfjarða og Dala:Nýr varamaður: Tryggvi Valur Sæmundsson
3. Aðalskipulag Dagverðarness 1992-2012. Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dagverðarnes. Sjá fundargerð nr. 31 hjá skipulags- og bygginganefnd, 1. mál.
Hreppsnefnd heimilar að auglýsa breytinguna með fyrirvara um auglýsingarheimild Skipulagsstofnunar.

4. Svæðiskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017. Lögð fram tillaga að breytingu á svæðisskipulaginu í landi Dagverðarnes. Sjá fundargerð nr. 31 hjá skipulags- og bygginganefnd, 2. mál. Hreppsnefnd heimilar að auglýsa breytinguna eftir að búið er að kynna hana fyrir Borgarbyggð.

5. Embætti byggingafulltrúa: Lagðar fram tillögur um ráðningu byggingafulltrúa. Oddvita falið að ganga til samninga við Ómar Pétursson.
6. Embætti skipulagsfulltrúa: Lagðar fram tillögur um ráðningu skipulagsfulltrúa. Oddvita falið að ganga til samninga við Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur.
7. Tillaga að byggðamerki Skorradalshrepps. Lögð fram umsögn og breytt tillaga Einkaleyfistofu um byggðamerkið. Það samþykkt. Huldu Guðmundsdóttir falið að vinna málið áfram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:00.05