16 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Mánudaginn 15. nóvember 2010 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Davíð Pétursson, Jón E. Einarsson, S. Fjóla Benediktsdóttir og K. Hulda Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.

Jón E. Einarsson mætti í forföllum Guðrúnar Guðmundsdóttur.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Niðurrif fasteigna – ferlar – Mál nr. 1011019

Lagt er til að þegar samþykkt eru niðurrif á fasteignum þá þurfi því að vera lokið fyrir ákveðin tíma. Byggingar- og skipulagsfulltrúa er falið að vinna að tillögu og leggja fyrir byggingar-og skipulagsnefnd.

2

Vatnshorn – niðurtöku pakkhúsins. – Mál nr. 1011018

Málinu vísað til byggingar- og skipulagsnefndar.

3

77. mál til umsagnar – Mál nr. 1011012

Iðnaðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og jarðhita.

Oddvita falið að svara erindinu.

4

100. mál til umsagnar. – Mál nr. 1011011

Félags- og tryggingamálanefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um húsnæðismál, 100 mál.

Oddvita falið að svara erindinu.

5

56. mál til umsagnar. – Mál nr. 1011010

Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til barnaverndarlaga, 56. mál.

Oddvita falið að svara erindinu.

6

Umhverfisnefnd Alþingis 78. og 79. mál – Mál nr. 1011001

Erindi frá Umhverfisnefnd Alþingis. Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um mannvirki 78. mál og frumvarpi til laga um brunavarnir 79. mál.

Erindinu hefur verið svarað.

7

Dreifibréf frá lax og silungaveiðisviði Fiskistofu. – Mál nr. 1010026

Lagt fram erindi frá Fiskistofu vegna framkvæmda við ár og vötn.

Erindinu vísað til byggingar- og skipulagsnefndar.

8

Ráðstefna um almannavarnir í sveitarfélögum. – Mál nr. 1010023

Hulda fór á ráðstefnuna og kynnti helstu niðurstöður frá ráðstefnunni.

9

Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010 fyrir Faxaflóahafnir sf. – Mál nr. 1009014

Erindi frá Faxaflóahöfnum um breytingar á fjárhagsáætlun 2010.

Breytingar á fjárhagsáætlun 2010 eru staðfestar.

10

Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2011 – Mál nr. 1010012

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna fjárhagsáætlunar 2011.

Engar athugasemdir eru gerðar við fjárhagsáætlun 2011.

11

Tilkynning um aðilaskipti samkvæmt 10. gr. jarðarlaga nr. 81/2004 – Mál nr. 1010011

Lagt fram bréf Bókhaldstofunnar á Þverfelli þar sem tilkynnt er um aðilaskipti á jörðinni Vatnsenda.

Afgreiðslu málsins frestað.

12

Refaveiðar á uppgjörstímabilinu 1. september 2010 til 31. ágúst 2011 – Mál nr. 1010009

Lagt fram bréf Umhverfistofnunar um endurgreiðslu vegna refa- og minkaveiða frá 1. september s.l. til 31. ágúst n.k.

Oddvita falið að ítreka mómæli við því að ríkið greiði ekki sinn hlut í refa- og minkaveiðum.

13

Upplýsinga- og samráðsfundur sveitarstjórnamanna með Heilbrigðisstofnun Vesturlands – Mál nr. 1011002

Framkvæmdarstjóri HVE boðar til fundar 17. nóvember n.k.

Oddviti sækir fundinn.

14

Beiðni um styrk vegna smíða á módelum af m/s Laxfossi og m/s Akraborg – Mál nr. 1007015

Lagt fram erindi Sigvalda Arasonar og Gunnar Ólafssonar um fjárstuðning við verkefnið.

Erindinu hafnað.

15

Erindi frá Þjóðskjalasafni Íslands – Mál nr. 1008007

Þjóðskjalasafnið kynnir nýtt leiðbeiningarit um skjalavörslu sveitarfélaganna.

Almenn erindi – umsagnir og vísanir

16

Bréf frá Gámaþjónustu Vesturlands ehf. – Mál nr. 1011014

Lagt fram bréf Gámaþjónustu Vesturlands ehf. sem segir frá breytingum hjá fyrirtækinu.

17

Samtök náttúrustofa – Árskýrsla 2009 – Mál nr. 1010024

Náttúrustofa Vesturlands sendir til kynningar árskýrslu 2009 fyrir samtök náttúrustofa.

18

Erindi frá Velferðarvakt Félags- og tryggingamálaráðuneytisins. – Mál nr. 1010021

Lagt fram til kynningar.

19

Samstarfsverkefni um þjóðlendumál. – Mál nr. 1010019

Lagt fram bréf Búnaðarsamtaka Vesturlands um framgang verkefnisins.

20

Erindi frá Þorsteini Baldurssyni – Mál nr. 1010018

Lagt fram bréf Þorsteins Baldursonar.

21

Breytingar hjá Skrifstofuþjónustu Vesturlands ehf. – Mál nr. 1010017

Lagt fram dreifibréf þar sem er tilkynnt um sameingu Skrifstofuþjónustu Vesturlands og KPMG hf.

Oddvita falið að skoða málið.

22

Tilkynning frá Þjóðskrá Íslands vegna gerð kjörskrá vegna kosninga til stjórnlagaþings. – Mál nr. 1010016

Lagt fram.

23

Skil á skýrslum um refa- og minkaveiðar veiðiárið 2009-10 – Mál nr. 1009012

Lögð fram skýrsla um refa- og minkaveiðar í Skorradalshreppi frá 1. september 2009 til 31. ágúst s.l.

Veiddir voru 52 refir og 81 minkur i sveitarfélaginu á tímabilinu og var heildarkostnaðurinn við veiðarnar 1.318.125 kr.-

Fundargerðir til staðfestingar

24

Skipulags- og byggingarnefnd – 52 – Mál nr. 1011001F

Fundargerðin samþykkt í öllum 5 liðunum.

Fundargerðir til kynningar

25

Fundur nr. 81 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1011017

Lögð fram fundargerð nr. 81

26

Fundargerð nr. 779 hjá Sambandi íslenskra sveitarfélga – Mál nr. 1010027

Fundargerðin lögð fram.

27

Fundargerð nr. 780 hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – Mál nr. 1011009

Fundargerðin kynnt.

28

Fundargerð skólanefndar FVA 29. september 2010 – Mál nr. 1010020

Fundargerðin lögð fram.

29

Fundargerð fulltrúaráðs FVA 13. október 2010 – Mál nr. 1010025

Fundargerðin lögð fram.

30

Fundur nr. 78 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1009013

Fundargerðin lögð fram.

31

Fundur nr. 79 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1010014

Fundargerðin lögð fram.

32

Fundur nr. 80 hjá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1010015

Fundargerðin lögð fram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:20.