16 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
Ár 2008, þriðjudaginn 4. mars kl. 15:00 var haldinn 16. fundur skipulags- og byggingarnefndar. Þessir sátu fundinn : Jón Eiríkur Einarsson formaður, Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson og Árni Þór Helgason skipulags- og byggingarfulltrúi. Fundarritari var: Árni Þór Helgason.
Skipulagsmál.
1. Dagverðarnes 133952, (00.0120.00) Mál nr. SK070024
Mál áður skráð:
Nr. 40109 á 133. fundi skipulags- og byggingarnefnd Borgarfjarðar, 13. júlí. 2004. Undir lið nr.2.
Nr. 60043 á 4. fundi skipulags- og byggingarnefndar Skorradalshrepps 19. des. 2006. Undir lið nr. 20.
Tekinn fyrir uppdráttur með tillögu að breytingu á aðalskipulagi dags. 8. feb. 2008, gerðir af arkitektastofunni OG.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með varðandi svæði 8, að tillaga að aðalskipulagsbreytingu verði í samræmi við áður gerða bókun nefndarinnar frá 12. fundi hennar dags. 20. nóv. 2007, varðandi bréf til hreppsnefndar Skorradalshrepps dags. 9. des. 2006. Nefndin vill einnig athuga önnur svæði í tillögunni, svo sem skógræktarsvæði með tilliti til breytinga og varðveislu hluta þess, að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og Skógræktar ríkisins.
Varðandi svæði S9 leggur nefndin til að afgreiðslu verði frestað vegna framkominna björgunar- og öryggissjónarmiða.
2. Hvammur, Mál nr.
Aftur til umræðu deiliskipulagsuppdrættir frá Gassa arkitekter dags. 15. 01. 2008 f.h. Eignarhaldfélagsins Hvammskóga ehf . Deiliskipulagstillaga vestast í landi Hvamms neðan vegar.
Skipulagstillagan áfram til umræðu. Nefndin mælir með, að gerð verði grein fyrir nýtingu með yfirlitsuppdrætti, hvað varðar opin svæði, vegi og göngustíga. Svæðið í heild markast af merkjum við Vatnsenda að vestan, vatnsborði að sunnan, mörkum(deiliskipulag) Hvammskóga neðri að austan og helgunarsvæði Vegagerðar að norðan.
Önnur mál
3. Fitjahlíð 51 Mál nr.
Varðandi úrskurð úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 20. sept. 2006, þar sem fellt er úr gildi byggingarleyfi frá 15. júni 2004.
Málið til umræðu í nefndinni.
Fundargerð lesin upp í lok fundar.
Fundi lokið kl. 17:38
Jón Eiríkur Einarsson formaður
Jón Pétur Líndal
Pétur Davíðsson
Árni Þór Helgason