17 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fimmtudaginn 25. nóvember 2010 kl. 17:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Ráðningarmál embætta skipulags- og byggingafulltrúa. – Mál nr. 1006049

Ólöf Guðný fór yfir stöðu mála og kynnti hugmyndir sínar að bættri þjónustu sem fyrirtækið hennar Plan 21 hyggst bjóða upp á.

2

Erindi frá Sigrúnu Þormar – Mál nr. 1009002

Rætt var við Sigrúnu Þormar varðandi erindi hennar um aðkomu að vinnu í sveitarfélaginu. Málinu frestað.

3

Kosninga til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 – kjörskrá – Mál nr. 1011020

Lögð fram kjörskrá vegna kosninga til stjórnlagaþings n.k. laugardag. Á kjörskrá eru 46.

Kjörskráin samþykkt án athugasemda og oddvita falið að undirrita hana.

4

Erindi frá Stígamótum. – Mál nr. 1011015

Lagt fram erindi frá Stígamótum. Óskað er eftir stuðningi við starfsemina á næsta ári.

Málinu vísað til fjárhagsáætlunar.

5

Þjónustusamningur um vistun barns hjá dagforeldri – Mál nr. 1011013

Lagður fram þjónustusamningur vegna niðurgreiðslu á dagsvistun Erlu Ýrar.

Samþykkt samkvæmt reglum sveitarfélagsins. Pétur vék af fundi.

Fundargerðir til staðfestingar

6

Hreppsnefnd – 15 – Mál nr. 1011002F

Fundargerðin lögð fram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

19:00.