17 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
Ár 2008, fimmtudaginn 27. mars kl. 15:00 var haldinn 17. fundur skipulags- og byggingarnefndar. Þessir sátu fundinn : Jón Eiríkur Einarsson formaður, Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson og Árni Þór Helgason skipulags- og byggingarfulltrúi. Fundarritari var: Árni Þór Helgason.
Skipulagsmál.
1. Hvammur, (00.0000.00) Mál nr.
Lagt fram bréf frá Ívari Pálssyni, hdl., til skipulags- og byggingarnefndar, dags. 25. febrúar 2008, varðandi afmörkun landspildu í landi Hvamms í Skorradal. Meðfylgjandi er afsal dags. 08. 06. 2006 og afstöðuuppdráttur gerður af Landlínum ehf. (fylgiskjal með afsali), dags. 31. 05. 2006. Einnig er meðfylgjandi afstöðuuppdráttur gerður af Landlínum ehf., dags. 31. 05. 2006, með nákvæmari hnitasetningu gagnvart vegi.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir upplýsingum varðandi framtíðar landnotkun spildunnar. Samkvæmt tillögu að aðalskipulagi er gert ráð fyrir skógrækt á spildunni. Einnig gerir nefndin athugasemdir varðandi mörk spildunnar meðfram tengivegi. Nefndin mælir með, að mörk spildunnar náí að mörkum lands Eflingar neðan tengivegar. Nefndin bendir á staðfestingu vantar frá landeigendum Dagverðarness varðandi landamörk.
Fyrirspurnir
2. Tækjagámur við dælu/lokahús OR Mál nr.
Fyrirspurn frá NOVA farsímafélagi, dags. 25. febrúar 2008, undrrrituð af Magnúsi Hlíðdal Guðjónssyni, varðandi tækjagám af gerðinni Trimo TB 10´ – 2.5, sem settur verður niður á forsteyptar undirstöður. Á milli gáms og húss verður lagður strengur fyrir rafmagn, ásamt því að loftnet og tilheyrandi kaplar munu liggja upp í núverandi loftnetsmastur.
Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að stofna þurfi lóð undir húsið og ganga þurfi frá leigusamningi gagnvart OR. Gert er að kröfu að áferð og litir verði samræmdir því húsi sem fyrir er.
3. Hvammskógar 20 Mál nr.
Aftur til umræðu frá 15. fundi, liður 4. Fyrirspurn varðandi breytingu á byggingarreit fyrir bátaskýli, aukinni mænishæð og breytingu á mænisstefnu, samkvæmt uppdráttum gerðum af Jóni G. Magnússyni, byggingartæknifræðingi, dags. 1. feb. 2008.
Lagt fram bréf frá Skúla Má Sigurðssyni til skipulags- og byggingarnefndar dags. 07.03.2008.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna áfram að málinu.
Byggingarleyfi
4. Vatnsendahlíð 208 Mál nr.
Frístundahús
Aftur til umfjöllunar í nefndinni. Nýir uppdrættir, þar sem dýpt á kjallara hefur verið breytt. Uppdrættir gerðir af Úti inni arkitektum dags. 28.10.2007.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindið verði grenndarkynnt.
Önnur mál
5. Hvammskógar 16 Mál nr.
Lagt fram bréf frá Birni Líndal, hdl, til Skúla Más Sigurðssonar, dags. 19. mars 2008, varðandi umferðarrétt að Hvammskógum 16.
Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda gildandi gögn til Björns Líndal, hdl.
Ýmis mál
6. Gjaldskrá skipulags- og byggingarnefndar Mál nr.
Lögð fram, drög að nýrri gjaldskrá skipulags- og byggingarnefndar, dags 15. mars 2008, unnin af Árna Þór Helgasyni, skipulags- og byggingarfulltrúa.
Gjaldskráin til umræðu í nefndinni.
Fundargerð lesin upp í lok fundar.
Fundi lokið kl. 18:18
Jón Eiríkur Einarsson formaður
Jón Pétur Líndal
Pétur Davíðsson
Árni Þór Helgason