18 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Laugardaginn 11. desember 2010 kl. 16:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.
Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Málefni sveitarfélagins. – Mál nr. 1012008

Umræða

Ef hreppsnefndarmenn sækja fundi á vegum hreppsnefndar þá ber þeim skylda til að upplýsa aðra hreppsnefndarmenn um það sem fram fór á fundinum.
Störf hreppsnefndarmanna: Samþykkt var að hver hreppsnefndarmaður geri grein fyrir þeim störfum sem hann hefur unnið fyrir hönd hreppsins á 3 mánaða fresti sem yrði þá á apríl fundi, júlí/ágúst fundi, október fundi og janúar fundi.
Fjóla fer fram á það að Skorradalsnetfangið verði notað í þágu sveitarfélagsins en ekki grund@simnet.is.
Rætt var um þann drátt sem er á afgreiðslu ársreiknings 2009. Fjóla , Guðrún og Hulda gerðu eftirfarandi bókun: „Afgreiðsla á ársreikningi Skorradalshrepps fyrir 2009 hefur ítrekað komið til umræðu á hreppsnefndarfundum, en fullnaðarafgreiðsla hefur ekki enn farið fram. Fjóla, Guðrún og Hulda óska eftir upplýsingum um það hvenær bókhald hreppsins var afhent til endurskoðunar og að á næsta fundi liggi fyrir skriflegar skýringar á þeim alvarlega drætti sem orðið hefur.“

2

Umsókn um brennuleyfi. – Mál nr. 1012009

Hulda Guðmundsdóttir óskar eftir umsögn hreppnefndar um væntanlega áramótabrennnu á Fitjum.

Hreppsnefnd samþykkir að leyfa brennuna.

Fundargerðir til kynningar

3

Fundargerð hreppsnefndar frá 25. nóvember s.l. – Mál nr. 1011003F

Lögð fram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

19:00.