21. maí 2009 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 21. maí 2009 kl:11.30. Þessi sátu fundinn: Davíð Pétursson, Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og Jón E. Einarsson kom inn sem varamaður fyrir K. Huldu Guðmundsdóttur en hún var í símabandi vegna aðalskipulags.
1. Lögð fram fundargerð byggingar- og skipulagsnefndar nr. 32 dagsett 30. apríl 2009. Fundargerðin samþykkt og framkvæmdisleyfisgjaldið verður 35.000 kr. í lið 1.
2. Lögð fram fundargerð byggingar- og skipulagsnefndar nr. 33 dagsett 20. maí 2009. Fundargerðin samþykkt.
3. Lagt fram aðalskipulag Skorradalshrepps til kynningar. Ákveðið er að hafa kynningarfund 8. júní n.k. kl. 20.30 í skátaskálanum en húsið opnar kl. 20.
4. Lagt fram bréf frá Matvælastofnun dagsett 28. apríl er varðar sauðfjárveikigirðingu. Oddvita Skorradalshrepps var falið af sveitastjóra Borgarbyggðar, oddvita Hvalfjarðarsveita og bæjarstjóra Akraness að senda Halldóri Runólfssyni yfirdýralækni bréf þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum matvælastofnunar er varðar sauðfjárveikigirðinguna. Málinu líka vísað til byggingar- og skipulagsnefndar.
5. Lögð fram styrkumsókn frá Björgunarsveitinni Ok er varðar kaup á Sæþotu. Samþykkt að veita þeim 200.000 kr. styrk.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:13.16
_____________________________ ____________________________
_____________________________ ____________________________
_____________________________ ____________________________