22 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Ár 2008, þriðjudaginn 7. júlí kl. 20:30 var haldinn 22. fundur skipulags- og byggingarnefndar. Þessir sátu fundinn : Jón Eiríkur Einarsson formaður, Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson, Vignir Þór Siggeirsson, og Árni Þór Helgason skipulags- og byggingarfulltrúi. Fundarritari var: Árni Þór Helgason.
Önnur mál.
1. Indriðastaðir, (00.000.00) Mál nr.
Ósland – Skipting
Lag fram bréf frá Indriðastöðum ehf., varðandi beiðni um skiptingu Óslands (Landnúmer 198349) og úthlutun nýrra landnúmera, dags. 07. 07. 2008, ásamt meðf. afstöðuuppdr. gerðum af Batteríinu dags. 26. 05. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram í samvinnu við landeiganda.
Skipulagsmál.
2. Hvammur (00.0000.00) Mál nr.
Breyting á deiliskipulagi Hvammskógar í Skorradal.
Áfram til umræðu í nefndinni. Breytingin felst í því, að aðkomuvegi vestan frístundahúsasvæðis er hliðrað til á kafla, samkv. uppdr. gerðum af Landlínum ehf., dags. 13. 12. 2007. Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags 09. 06. 2008
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að athuga málið áfram gagnvart eigendaskiptum á þeim lóðum, sem grenndarkynningin náði til. Hafi eigendaskipti ekki orðið er ekki þörf á að kynna tillöguna aftur.
3. Hvammur (00.0000.00) Mál nr.
Breyting á deiliskipulagi Hvammskógar neðri í Skorradal.
Áfram til umræðu í nefndinni. Breytingin felst í því, að þremur lóðum er bætt við vestan Hvammskóga neðri, samkv. uppdr. gerðum af Landlínum ehf., dags. 11. 12. 2007. Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags 09. 06. 2008
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að athuga málið áfram gagnvart eigendaskiptum á þeim lóðum, sem grenndarkynningin náði til. Hafi eigendaskipti ekki orðið er ekki þörf á að kynna tillöguna aftur. Einnig þarf að lagfæra gögn miðað við ábendingar Skipulagsstofnunar.
4. Vatnsendi, Mál nr.
Breyting á deiliskipulagi Vatnsendahlíðar 7. og 8. áfanga.
Áfram til umræðu í nefndinni. Stærð og lögun byggingarreits á lóð nr. 181 er breytt. Lagður fram tillöguuppdr. gerður af Ólafi Guðmundssyni dags. í júní 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að heimila grenndarkynningu gagnvart breyttum þakhalla og byggingarreit. Skipulags- byggingarfulltrúa er falið að vinna gögn áfram með skipulagshöfundi.
Fyrirspurnir
5. Dagverðarnes 74B Mál nr.
Fyrirspurn varðandi bátaskýli. Lagt fram bréf frá Inga Gunnari Þóraðsyni f.h. lóðarhafa dags. 02. 07. 2008, og uppdr. dags. 02. 07. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur ekki jákvætt í erindið. Samkv. deiliskipulagsskilmálum frá 18. 06. 2000, með óverulegri breytingu frá 11. 08.2004 er ekki gert ráð fyrir bátaskýli á lóðum.
Byggingarleyfisumsóknir
6. Vatnsendahlíð 210 Mál nr.
Frístundahús
Umsókn um að reisa frístundahús úr timbri á steyptum sökklum, samkv. uppdr. gerðum af Zeppelin arkitektum ehf., dags. 04. 07. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindið verði samþykk,t að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
7. Fitjahlíð 20 Mál nr.
Bátaskýli
Umsókn um að rífa núverandi og endurbyggja bátaskýli úr timbri á undirstöðum úr tréstaurum, samkv. uppdr. gerðum af THG arkitektum, dags. 19. 06. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að erindið verði samþykkt.
8. Indriðastaðiahlíð 162 Mál nr.
Frístundahús
Áfram til umræðu í nefndinni. Umsókn er um að reisa nýtt frístundahús úr timbri á steyptum kjallara og sökklum. Lagðir fram nýir. uppdr. gerðir af Sveini Ívarssyni, arkitekt, dags. 11. maí 2008, ásamt bréfi frá lóðarhöfum mótt. 04. 07. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að gefið verði út takmarkað byggingarleyfi, að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
9. Indriðastaðir 15 Mál nr.
Frístundahús – stækkun
Umsókn um að stækka núverandi frístundahús úr timbri á steyptum hnöllum, samkv uppdr. gerðum af ARTIK teiknistofu, dags. 15. 11. 2007.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindið verði grenndarkynnt samkv. 7. mgr. 43 gr. skipulags- og byggingarlaga. Uppdrættir eru samþykktir með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Grenndarkynnt skal gagnvart landeiganda og aðliggjandi lóðum. Einnig skal taka tillit til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
Pétur Davíðsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
10. Vatnsendahlíð 176 Mál nr.
Frístundahús
Umsókn um að reisa nýtt frístundahús og geymslu úr timbri á steyptum undirstöðum, samkv. uppdr. gerðum af K J hönnun, dags. 09.06. 2008. Gert er ráð fyrir að geymslan verði tengd verönd.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindið verði samþykkt.
11. Dagverðarnes 220 Mál nr.
Frístundahús
Umsókn um að reisa frístundahús (gestahús) úr timbri á steyptum undirstöðum, samkv uppdr. gerðum af K. J. hönnun dags. 10. 06. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að erindið verði grenndarkynnt samkv.2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Grenndarkynnt skal fyrir landeiganda og öllum aðilum á svæði 4. Uppdrættir eru samþykktir með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Einnig skal tillit til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
Fundargerð lesin upp í lok fundar.
Fundi lokið kl. 01:30
Jón Eiríkur Einarsson formaður
Jón Pétur Líndal
Pétur Davíðsson
Árni Þór Helgason
Vignir Þór Siggeirsson