23 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Mánudaginn 17. janúar 2011 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.
Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Tilkynning frá Innanríkisráðuneytinu. – Mál nr. 1101007

Óskað er eftir athugasemdum við drög að nýjum sveitarstjórnarlögum.

Oddvita falið að ganga frá athugasemdum.

2

Fjárhagsáætlun 2011 – Mál nr. 1012011

Lögð fram til seinni umræðu fjárhagsáætlun 2011

Fjárhagsáætlun samþykkt og samþykkt var að fasteignaskatturinn fyrir A-stofn 0,415 % og fyrir B og C-stofn 1,32%

3

Áhrif nýrra mannvirkjalaga á umboð byggingarnefnda – Mál nr. 1101006

Lögð fram greinargerð lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga.

PD falið að vinna með skipulags- og byggingafulltrúa miðað við breyttar forsendur byggingar- og skipulagsmála.Málinu frestað.

4

Erindi frá Veraldarvinum – Mál nr. 1012023

Lagt fram bréf dagsett 30. nóvember s.l. þar sem boðin er fram aðstoð sjálfboðaliða.

5

Erindi frá Fjölbrautarskóla Vesturlands – Mál nr. 1012022

Ósk um stuðning til tækjakaupa fyrir málmiðnaðardeild fyrir árið 2011

Samþykkt.

6

Erindi frá Húsfélaginu að Hvanneyrargötu 3 – Mál nr. 1012021

Lagt fram erindi dagsett 14. desember s.l.

7

Samstarfsverkefni um þjóðlendumál – Mál nr. 1012020

Lagt fram bréf Búnaðarsamtaka Vesturlands dags. 14. desember s.l.

8

Vatnshorn – niðurtöku pakkhúsins. – Mál nr. 1011018

Komið hefur tilboð um niðurtekningu á pakkhúsinu frá Stefáni Ólafssyni.

Tilboðinu tekið.

9

Styrkbeiðni vegna Snorraverkefnis sumarið 2011 – Mál nr. 1011023

Lagt fram erindi um stuðning við Snorraverkefnið 2011

Erindu hafnað.

10

Erindi frá Fjölbrautarskóla Vesturlands – Mál nr. 1010028

Lagt fram lokauppgjör vegna byggingar verknámshús FVA.

Samþykkt.

11

Styrkbeiðni frá Sögufélagi Borgarfjarðar – Mál nr. 1011021

Óskað er eftir kr. 50.000 styrk á árinu 2011 til að ljúka gerð Borgfirzka æviskráa.

Samþykkt.

12

Ráðningarmál embætta skipulags- og byggingafulltrúa. – Mál nr. 1006049

Lagt fram erindi frá Plan 21 ehf.

13

Fornleifasjóður – Mál nr. 1002017

Lagt fram svarbréf Fornleifasjóðs vegna umsóknar um styrkbeiðni. Ekki var hægt að vera við beiðninni.

14

Samráðsfundur formanna sumarhúsafélaganna og hreppsnefndar. – Mál nr. 1101010

Stefnt er að fundurinn verði 8. apríl n.k. Oddvita falið að boða formennina á fund.

15

Málefni sveitarfélagins. – Mál nr. 1012008

Málefni umhverfisnefndar

Fjólu falið að læra á One system kerfið og koma fundargerðum inn í kerfið.

Almenn erindi – umsagnir og vísanir

16

Íbúaskrá 1. desember 2010 – Mál nr. 1101004

Lögð fram íbúaskrá 1. desember s.l.

17

Erindi frá Velferðarráðuneytinu. – Mál nr. 1101003

Lagt fram bréf Guðbjarts Hannessonar Velferðarráðherra um framfærsluviðmið sveitarfélaga.

18

Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðneytinu. – Mál nr. 1101002

Lögð fram tilkynning um breytingu á ráðuneytum frá áramótum.

19

Tilkynning frá Sorpurðun Vesturlands hf. – Mál nr. 1011016

Lögð fram tilkynning frá Sorpurðun Vesturlands hf. um gjaldskrárbreytingar sem tóku gildi 1. janúar 2011

Fundargerðir til staðfestingar

20

Hreppsnefnd – 20 – Mál nr. 1012005F

Samþykkt.

21

Hreppsnefnd – 21 – Mál nr. 1101001F

Samþykkt.

22

Skipulags- og byggingarnefnd – 54 – Mál nr. 1101002F

Fundargerðin samþykkt í lið 1 og 2, liður 3 er hann einnig samþykktur og framkvæmdarleyfisgjaldið verði 70.000.-kr.

Fundargerðir til kynningar

23

Fundargerð nr. 781 hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – Mál nr. 1011024

Lögð fram.

24

Fundargerð nr. 782 hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – Mál nr. 1012024

Fundargerðin kynnt.

25

Aðalfundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands – Mál nr. 1007016

Lögð fram til kynningar aðalfundargerð HV ásamt skýrslu stjórnar.

26

Almannavarnanefnd Borgarfjarðar og Dala – Mál nr. 1101001

Lögð fram til kynningar fundargerð ABD frá 17. desember s.l. ásamt skýrslu stjórnar.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:40.