24 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Föstudaginn 4. febrúar 2011 kl. 15:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og K. Hulda Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Eiríkur Ólafsson, skrifstofustjóri Borgarbyggðar.

Mættir frá öðrum sveitarfélögum voru:
Frá Borgarbyggð: Páll S. Brynjarsson, Ragnar Frank Kristjánsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Ingibjörg Daníelsdóttir, Jónína Erna Arnardóttir, Jóhannes Stefánsson, Geirlaug Jóhannsdóttir, Sigríður G. Bjarnadóttir, Eiríkur Ólafsson.
Frá Hvalfjarðarsveit: Laufey Jóhannsdótir , Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sævar Finnbogason, Birna María Antonsdóttir, Sverrir Jónsson.
Frá Akranesi: Árni Múli Jónasson, Þröstur Þór Ólafsson, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Guðmundur Páll Jónsson, Einar Benediktsson, Einar Brandsson.
Aðrir: Ólafur Sveinsson, Gísli Gíslason, Kjartan Ragnarsson.
Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Sameiginlegur fundur Akraness, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps – Mál nr. 1101019

Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar setti fund og kynnti dagskrá sem hófst á því að flutt voru erindi um atvinnumál.
Ólafur Sveinsson frá SSV – þróun og ráðgjöf flutti erindi um atvinnumál á suðurhluta Vesturlands. Fjallaði hann um styrkleika og veikleika svæðisins og þær ógnanir sem steðjuðu að svæðinu sem og tækifærin sem eru til staðar.
Gísli Gíslason frá Faxaflóahöfnum flutti erindi um starfsemi fyrirtækisins og Grundartangahöfn. Þar hefur verið mikil uppbygging að undanförnu og margir möguleikar að opnast varðandi atvinnumál á því svæði.
Kjartan Ragnarsson flutti erindi um uppbyggingu miðaldabaða við Deildartunguhver. Fyrir liggja grunnhugmyndir að framkvæmdum og verið að vinna að því að afla nauðsynlegra leyfa og tryggja nægilegt vatn og annað sem þarf.
Eftir framsögur voru nokkrar fyrirspurnir frá fundarmönnum sem framsögumenn svöruðu.
Gert var kaffihlé og að því loknu hélt fundurinn áfram.
Páll kynnti drög að samningi um samstarf og samvinnu sveitarfélaganna fjögurra. Drögin voru unnin fyrir nokkru af Páli, Laufeyju sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar og Gísla Einarssyni þáverandi bæjarstjóra á Akranesi. Drögin skiptast í nokkra kafla og er efni þeirra:

 • Almenn yfirlýsing um samstarf milli sveitarfélaganna

 • Samstarf um að bæta samgöngur á svæðinu

 • Samstarf í skólamálum

 • Samstarf um menningarmál

 • Samstarf um íþrótta- og æskulýðsmál

 • Hefja vinnu við sameiginlega fjallskilareglugerð

 • Samstarf um útboð á framkvæmdum og innkaupum auk þess sem samstarf tæknideilda sveitafélaganna verði aukið

 • Árlegir fundir starfsmanna sveitarfélaganna um sameiginleg málefni

 • Samstarf í sameignarfélögum

 • Gjald íbúa fyrir þjónustu í öðrum sveitarfélögum en sínu lögheimilissveitarfélagi

 • Sameiginlegir fundir sveitarstjórnanna

Páll spurði að því hvort það væri áhugi hjá sveitarfélögunum að gera svona samkomulag og benti á að það væri möguleiki á að einhver þessara verkefna færu betur innan SSV.
Gunnar Sigurðsson lagði til að þessi drög yrðu rædd í hverri sveitarstjórn og síðan myndu einn fulltrúi frá hverju sveitarfélagi vinna samkomulag út frá því sem þar kæmi fram. Hann taldi nauðsynlegt að sveitarfélögin vinni saman í ýmsum málum.
Laufey Jóhannsdóttir benti á að sumt af því sem er í drögunum sé barn síns tíma.
Davíð Pétursson benti á að Snorrastofa væri sameiginlegur flötur sveitarfélaganna í menningarmálum.
Árni Múli Jónasson taldi drögin gott plagg til að nota sem grundvöll að samningi.
Ragnar Frank Kristjánsson sagði að sveitarfélögin þyrftu að nota samstarf til að læra hvert af öðru t.d. í stjórnsýslunni. Gott að fá nýjar hugmyndir sérstaklega fyrir nýtt fólk. Hann taldi rétt að það væru fáir punktar í samkomulaginu.
Arnheiður Hjörleifsdóttir benti á að reynslan af samstarfi við sorphirðuútboðið hafi verið góð.
Sævar Finnbogason sagði þetta gagnlega umræðu og lagði til að sameiginlegir fundir sveitarstjórnanna væru oftar.
Jónína Erna Arnardóttir sagði það góða tillögu að láta starfsfólkið hittast. Reynsla af samstarfi tólnlistarskólanna á svæðinu væri góð.
Þröstur Ólafsson sagði að sér fyndist skrítið hvað samstarfið væri lítið á milli sveitarfélaganna og lagði til að starfsfólkið væri fengið til að kortleggja samstarfsmöguleikana.
Hulda Guðmundsdóttir benti á að það þyrfti að skoða almannavarnamálin. Þar vantaði mikið til að þau mál séu í lagi. Vinnuhópur er að störfum og þar hefur komið í ljós að margt vantar.
Ragnar Frank ræddi um að það væru margar eftirlitsstofnanir á svæðinu t.d. heilbrigðiseftirlit, brunavarnir o.fl. Hann benti á möguleika á einföldun með því að sameina þetta eftirlit. Einnig ræddi hann um að sveitarfélögin tækju að sér fleiri verkefni frá ríkinu og benti á að sveitarstjórnir ættu að einbeita sér að stefnumörkun en ekki afgreiðslu einstakra mála.
Sverrir Jónsson benti á að sveitarfélögin ættu að beita sér fyrir samstarfi annarra opinberra aðila.
Páll Brynjarsson tók undir orð Sverris og einnig vildi hann beina því til stjórnarmanna í SSV að beita sér fyrir auknum ívilnun varðandi ferðakostnað á milli heimilis og vinnu og einnig væri rétt að ræða innan SSV um almenningssamgöngur.
Davíð Pétursson vildi að sveitarfélögin myndu beita sér gegn nýjum vegtollum.
Jónína Erna sagði að sveitarfélögin ættu að beita sér fyrir auknu umferðaröryggi t.d. svokölluðum 1 + 2 vegi á Kjalarnesi.
Sævar Finnbogason benti á að vegtollar og aukinn eldneytiskostnaður vinni gegn því að fólk fari á milli svæða til vinnu.
Þrösur Ólafsson ræddi um hvernig hægt er að gera akstur ódýrari og nefndi hvort möguleikar væru í öðrum orkugjöfum t.d. metani. Hann benti á að það væri ekki alveg víst að vegtollar verði slæmir fyrir Vesturland þar sem að það yrði sama fjárhæð í allar áttir út frá Reykjavík .
Davíð Pétursson benti á að skattar af umferð skila ríkissjóði meiru en kostnaður er við vegaframkvæmdir.
Ragnar Frank sagði að sveitarstjórnirnar þyrftu að hittast oftar t.d. þrisvar á ári svo eitthvað gagn sé að þessum fundum.
Hallfreður Vilhjálmsson taldi rétt að eitthvað færi frá þessum fundi til SSV.
Að loknum umræðum var ákveðið að hver sveitarstjórn skoði samningsdrögin fyrir febrúarlok og einn fullrúi (t.d. framkvæmdastjórarnir) taki síðan hugmyndirnar frá sveitarstjórnunum og vinni úr þeim.
Að lokum þakkaði Páll fundarmönnum fyrir komuna og sleit fundi.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

17:40.