24 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Ár 2008, fimmtudaginn 21. ágúst kl. 20:30 var haldinn 24. fundur skipulags- og byggingarnefndar. Þessir sátu fundinn : Jón Eiríkur Einarsson formaður, Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson, og Árni Þór Helgason skipulags- og byggingarfulltrúi. Fundarritari var: Árni Þór Helgason.
Skipulagsmál.
1. Hvammur, Mál nr.
Deiliskipulagsuppdrættir frá Gassa arkitekter dags. 15. 01. 2008 f.h. Eignarhaldfélagsins Hvammskóga ehf . Deiliskipulagstillaga vestast í landi Hvamms neðan vegar.
Áfram til umræðu. Lagður fram tillöguuppdr. að breytingu á svæðisskipulagi fyrir sveitarfélögin norðan Skarðsheiðar 1997-2017. Uppdráttur gerður af GASSA arkitekter dags. 14. 08 . 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd ítrekar að grunnur svæðisskipulags verði lagfærður í samræmi við gildandi svæðisskipulag.
2. Hvammur (00.0000.00) Mál nr.
Breyting á deiliskipulagi Hvammskógar í Skorradal.
Áfram til umræðu í nefndinni. Breytingin felst í því, að aðkomuvegi vestan frístundahúsasvæðis er hliðrað til á kafla, samkv. uppdr. gerðum af Landlínum ehf., dags. 13. 12. 2007. Lögð fram gögn varðandi athugun skipulags- og byggingarfulltrúa á eigendaskiptum.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að ekki þurfi að kynna tillöguna aftur, þar sem engin eigendaskipti hafa orðið.
3. Hvammur (00.0000.00) Mál nr.
Breyting á deiliskipulagi Hvammskógar neðri í Skorradal.
Áfram til umræðu í nefndinni. Breytingin felst í því, að þremur lóðum er bætt við vestan Hvammskóga neðri, samkv. uppdr. gerðum af Landlínum ehf., dags. 11. 12. 2007. Lagður fram nýr uppdráttur með breytingum með sömu dagsetningu. Lögð fram gögn varðandi athugun skipulags- og byggingarfulltrúa á eigendaskiptum.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að ekki þurfi að kynna tillöguna aftur, þar sem engin eigendaskipti hafa orðið.
4. Horn 134053, (00.0000.00) Mál nr. SK060045
Framhald umræðu 1. dagskrásliðar 19. fundar bygginga- og skipulagsnefndar, dags 7. maí s.l.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að láta gera kort af efnistökusvæði og leggja fyrir nefndina þar sem framlagður uppdráttur Landlína frá 30. mars s.l. er ekki réttur að mati nefndarinnar.
Fyrirspurnir
5. Sólbakki – Mófellsstöðum Mál nr.
Fyrirspurn varðandi nýjan bústað í stað þess, sem brann um miðjan mars á þessu ári. Lögð fram mynd af nýju hýsi og uppdráttur af gólfburðargrind þess. Einnig lögð fram greinargerð frá Sigurði H. Jóhannessyni, dags. 06. 08. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir fullnaðarteikningum og vottun um að húsið standist kröfur byggingarreglugerðar.
6 Dagverðarnes 136 Mál nr.
Fyrirspurn varðandi nýtt gestahús úr timbri, samkv. uppdr. gerðum af ARKO, dags. 03.12. 2007.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir fullnaðarteikningum.
Byggingarleyfisumsóknir
7. Vatnsendahlíð 177 Mál nr.
Frístundahús
Umsókn um að reisa frístundahús og geymslu úr timbri með timburgólfi á steinsteyptum súlum, samkv. uppdr. gerðum af ARKO teiknistofu., dags. júlí 2008. Gert er ráð fyrir að geymsla verði tengd aðalhúsi með verönd og girðingu.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindinu verði frestað. Óskað er eftir þinglýstum lóðarleigusamningi.
8. Indriðastaðiahlíð 168 Mál nr.
Frístundahús
Breyting á áður samþykktu erindi. Umsókn um að stækka bílageymslu, og setja upp herbergi við enda bílgeymslunnar með salerni og sturtu. Einnig er sólpallur stækkaður og þak framlengt yfir sólpall. Lagðir fram nýir. uppdr. gerðir af agis teiknistofu, breytingardags. 08. 07. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með,erindið verði samþykkt, að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
9. Refsholt 46 Mál nr.
Frístundahús
Umsókn um að reisa nýtt frístundahús úr timbri á steinsteyptum sökklum, samkv. uppdr. gerðum af ABS teiknistofu, dags. 01.05. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að erindið verði samþykkt að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
10. Dagverðarnes 202 Mál nr.
Frístundahús
Umsókn um að stækka núverandi frístundahús úr timbri og með timburgólfi á steyptum undirstöðum, samkv uppdr. gerðum af Nýhönnun dags. 11. 08. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að erindið verði samþykkt með fyrirvara um stærðarákvæði í kaupsamningi, og athugasemdir skipulags- og byggingarfulltrúa.
11. Vatnsendahlíð 132 Mál nr.
Geymsla
Umsókn um að reisa geymslu, samkv. uppdr. gerðum af uppdr. gerðum af T.S.V s/f.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að erindið verði samþykkt, að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
Önnur mál.
12. Horn, (00.0000.00) Mál nr.
Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar á stöðvun á efnistöku og jarðraski samkv. bréfi til Indriðastaða ehf., dags. 15. ágúst 2008. Staða málsins til umræðu.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að staðfest verði stöðvun framkvæmda samkv. ákvörðun skipulags- og byggingarfulltrúa.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við lögmenn sveitarfélagsins um framgang málins.
Fundargerð lesin upp í lok fundar.
Fundi lokið kl. 01:30