25 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Miðvikudaginn 16. febrúar 2011 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.

Fundarritari var S. Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Önnur útgáfa staðardagskrá 21 – Mál nr. 1101012

Lögð fram endurskoðuð 2. útgáfa af Staðardagskrá 21.

Farið var yfir Staðardagskrána og afgreiðslu frestað.

2

Gögn frá Slökkviliði Borgarbyggðar, starfsárið 2010 – Mál nr. 1101021

Lögð fram skýrsla frá Bjarna Þorsteinssyni slökkviliðsstjóra.

Skýrslan kynnt.

3

Varðandi minkasíur – Mál nr. 1101020

Lagt fram erindi frá Vaski á Bakka ehf.

Erindinu hafnað.

4

Endurnýjun menningarsamnings – Mál nr. 1102006

Lagður fram nýr menningarsamningur á milli sveitarfélaganna og mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Samningurinn samþykktur.

5

Sameiginlegur fundur Akraness, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps – Mál nr. 1101019

Farið yfir drög að samkomulagi í framhaldi af fundi sveitarfélaganna þann 4. febrúar s.l.

Oddvita falið að koma athugsemdum á framfæri og hann tilnefndur sem fulltrúi hreppsins í samstarfsnefnd.

6

Kosning endurskoðanda. – Mál nr. 1012015

Oddviti sagði frá viðræðum við Endurskoðunarskrifstofu Jóns Þórs Hallssonar

Samþykkt að semja við Endurskoðunarskrifstofu Jóns Þórs Hallssonar um endurskoðun fyrir 2010. GJG sat hjá við afgreiðslu. Samþykkt er að fá þá á næsta hreppsnefndarfund til skrafs og ráðagerða.

7

Hreppsnefnd – Mál nr. 1101003F

Lögð fram fundargerð hreppsnefndar dagsett 4.febrúar 2011

Samþykkt án athugasemda.

8

Gjaldskrá fyrir sorphirðu – Mál nr. 1102009

Lögð fram gjaldskrá fyrir sorphirðu til fyrri umræðu. Samþykkt að vísa henni til seinni umræðu.

9

Gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Skorradalshrepps – Mál nr. 1102001

Lögð fram gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Skorradalshrepps til fyrri umræðu. Samþykkt að vísa henni til seinni umræðu.

10

Samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúans í Skorradalshreppi – Mál nr. 1102002

Drögin lögð fram og þau send til umhverfisráðuneytisins til endanlegrar afgreiðslu.

11

Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn – Mál nr. 1102008

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn í mars og apríl

Fundargerðir til staðfestingar

12

Skipulags- og byggingarnefnd – 55 – Mál nr. 1101004F

Lögð fram 55. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar.

Fundargerðin samþykkt í öllum 7 liðunum.

13

Umhverfisnefnd – 1 – Mál nr. 1102001F

Lögð fram 1.fundargerð umhverfisnefndar.

Fundargerðin samþykkt.

Fundargerðir til kynningar

14

Fundur með Veðurstofu Íslands vegna verkefni um gróðurelda. – Mál nr. 1102007

Lögð fram fundargerð frá 11. febrúar s.l.

KHG sagði frá fundinum með Veðurstofu Íslands.

Skipulagsmál

15

Málsmeðferð vegna niðurfellingar á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 – Mál nr. 0903001

Lagðar fram fundargerðir svæðisskipulagsnefndar. Einnig kemur fram að engar athugasemdir bárust við auglýsingu á niðfellingu skipulagsins.

Samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:55.