25 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
Ár 2008, fimmtudaginn 8. september kl. 20:30 var haldinn 25. fundur skipulags- og byggingarnefndar. Þessir sátu fundinn : Jón Eiríkur Einarsson formaður, Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson, og Árni Þór Helgason skipulags- og byggingarfulltrúi. Fundarritari var: Árni Þór Helgason.
Skipulagsmál.
1. Hvammur, Mál nr.
Breyting á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997 – 2017.
Áfram til umræðu. Lagður fram tillöguuppdr. að breytingu á svæðisskipulagi fyrir sveitarfélögin norðan Skarðsheiðar 1997-2017, gerður af GASSA arkitekter með nýrri dags. 28. 08 . 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að svæðisskipulagsbreytingin verði samþ.og kynnt, enda verði grunnur lagfærður til samræmis við athugasemdir nefndarinnar.
2. Indriðastaðir Mál nr.
Skipting á Lambaás 2 í tvær lóðir Lambaás 2 og 2a.
Áfram til umræðu. Breyting á deiliskipulagi Bleikulágaráss á Indriðastöðum. Uppdráttur frá Landlínum ehf.
Breytingin felur í sér að lóð nr. 2 við Lambaás er skipt í tvær lóðir, 2a og 2b. Engar breytingar eru gerðar á skilmálum deiliskipulagsins. Lagt fram bréf frá skipulagsstofnun dags 17. júlí 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til, að erindið verði auglýst samkv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, að teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar.
3. Indriðastaðir Mál nr.
Áfram til umræðu. Breyting á deiliskipulagi Indriðastaðahlíðar á Indriðastöðum. Uppdráttur frá Landlínum ehf.
Breytingin felur í sér, að byggingarreitir 21 lóð eru stækkaðir, byggingarreitirnir eru á lóðum nr. 102, 104, 110, 112, 114, 116, 118, 120, 122, 124, 126, 128, 130, 132,134, 162,164,168,170,172 og 173. Einnig er lóð nr. 156 skipt upp í tvær lóðir. Nýr vegur verður lagður að nýrri lóð nr. 156b. Engar breytingar eru gerðar á skilmálum deiliskipulagsins. Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 17. júlí 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til, að erindið verði auglýst samkv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, að teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar.
4. Indriðastaðir (00.0000.00) Mál nr.
Breyting á deiliskipulagi Indriðastaðahlíðar, lóð nr 116 og 118.
Umsókn um að breyta deiliskipulagi Indriðastaðahlíðar. Breytingin felst í því, að lóðir nr. 116 og 118 verða sameinaðar og einn stór byggingarreitur kemur í stað þeirra tveggja, sem fyrir voru. Að öðru leyti verða engar breytingar á deiliskipulaginu. Uppdr. gerður af Landlínum ehf., dags. 03. 09. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að erindið verði grenndarkynnt samkv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga 73/1997. Grenndarkynnt verði fyrir lóðum nr. 117, 119, 120, 114, 115 og landeiganda.
Fyrirspurnir
5. Hvammskógar 20 Mál nr.
Bátaskýli
Áfram til umræðu í nefndinni. Fyrirspurn vegna færslu á bátaskýli. Óskað er eftir því að í stað þess að byggja umrætt bátaskýli á þar til gerðum byggingarreit niður við vatnið, verði það staðsett ofan við núverandi byggingarreit. Vegna aðkomu að bátaskýlinu er óskað eftir stækkun á byggingarreit. Meðf. uppdr. gerðir af Jóni G. Magnússyni byggingarfræðingi, dags. 07. 09. 2008.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við lóðareiganda.
6. Indriðastaðir 6 Mál nr.
Bátaskýli
Fyrirspurn varðandi stækkun á bátaskýli úr timbri á steyptum stöplum, samkv. uppdr. gerðum af Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 14. 04. 2004.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur ekki afstöðu að sinni, þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu. Einnig vill nefndin benda á að erindið samræmist ekki skipulagsreglugerð gagnvart fjarlægð frá lóðarmörkum og heildarstærð bátaskýla samkv. stefnumörkun sveitarfélagsins.
Byggingarleyfisumsóknir
7. Hvammskógur 34 Mál nr.
Frístundahús
Umsókn um að reisa frístundahús á tveimur hæðum. Gert er ráð fyrir að efri hæð verði úr timbri á steyptum kjallara á steyptum sökklum. samkv. uppdr. gerðum af ARKI teiknistofu., dags. 01. 10. 2008. Gert er ráð fyrir innbyggðu bátaskýli á neðri hæð.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að erindinu verði hafnað, þar sem það samræmist ekki skipulagsskilmálum.
8. Vatnsendahlíð 181 Mál nr.
Frístundahús
Aftur til umfjöllunar í nefndinni. Lagðir fram lagfærðir uppdrættir um að reisa nýtt frístundahús úr timbri á steyptum sökklum gerðir af JeEs arkitektum, dags. 30. 04. 2008. (óbr. dags.) .
Nefndin mælir ekki með, að leyfðir verði stoðveggir úr varanlegum efnum út fyrir byggingarreit. Óskað er eftir landaðlögun á verönd í samræmi við hæðarlínur og skilmála. Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að erindið verði samþykkt, að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
9. Dagverðarnes 202 Mál nr.
Frístundahús
Umsókn um að stækka núverandi frístundahús úr timbri og með timburgólfi á steyptum undirstöðum, samkv uppdr. gerðum af Nýhönnun. Lagðir fram nýir uppdr. dags. 08. 09. 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að erindið verði samþykkt, að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.
10.Indriðastaðir 3 (Einisfold II) Mál nr.
Aftur til umræðu, umsókn er um að reisa nýtt frístundahús úr einingum á svipuðum stað og núverandi frístundahús er staðsett á lóðinni samkv. uppdráttum nr. 100 dags. 14. 02. 2008 og 101 dags. 28. 10. 2007, gerðum af Úti inni arkitektum.
Lögð fram bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 1. september 2008 og bréf Skipulagsstofnunar til Umhverfisráðuneytis dags. 22. ágúst 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að skipulags- og byggingarfulltrúi svari framangreindu bréfi frá Umhverfisráðuneytinu.
Framkvæmdaleyfi.
11. Hitaveitulögn Mál nr.
Jarðlögn frá vinnsluholu Skorradalsveitu að Indriðastöðum.
Umsókn um leyfi til að leggja í jörð hitaveitulögn frá vinnsluholu skorradalsveitu að Indriðastöðum, nú fyrsti áfangi 1.1 km. Meðf. loftmynd með fyrirhuguðu lagnastæði teikn. nr. HitSkorr-08-10-01-SP1, dags. ágúst 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að leyfi verði veitt að teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar.
Stöðuleyfi.
12. Hvammskógur 20, (00.0000.00) Mál nr.
Gámur
Óskað er efir stöðuleyfi fyrir 40 feta gám til eins árs vegna framkvæmda.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að stöðuleyfi verði veitt.
Önnur mál.
13. Horn, (00.0000.00) Mál nr.
Efnistaka og jarðrask í farvegi Hornsár.
Áfram til umræðu í nefndinni. Lagt fram bréf frá LOGOS lögmannsþjónustu dags 18. ágúst 2008.
Skipulags- og byggingarnefnd álítur, að sjónarmið, sem fram koma í framangreindu bréfi breyti ekki ákvörðun skipulags- og byggingarfulltrúa um stöðvun framkvæmda.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við lögmenn sveitarfélagsins um framgang málins.
14. Indriðastaðir, (00.0000.00) Mál nr.
Efnistaka og jarðrask á Grundum austan aðkomuvegar (Indriðastaðahlíð) við jarðamörk Indriðastaða og Mófellsstaða.
Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar á stöðvun á efnistöku og jarðraski samkv. bréfi til Indriðastaða ehf., dags. 3. september 2008. Staða málsins til umræðu.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að staðfest verði stöðvun framkvæmda samkv. ákvörðun skipulags- og byggingarfulltrúa.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við lögmenn sveitarfélagsins um framgang málins.
15. Indriðastaðir, (00.0000.00) Mál nr.
Jarðborun vegna neysluvatns við jarðamörk Indriðastaða og Mófellsstaða.
Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar á kröfu um að borholan verði aftengd veitukerfi á sannanlegan hátt og nýtingu borholunnar og vatnstöku og frekari framkvæmdum verði hætt, samkv. bréfi til Indriðastaða ehf., dags. 4. september 2008. Staða málsins til umræðu.
Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að staðfest verði stöðvun framkvæmda samkv. ákvörðun skipulags- og byggingarfulltrúa.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við lögmenn sveitarfélagsins um framgang málins.
Fundargerð lesin upp í lok fundar.
Fundi lokið kl. 02:00
Jón Eiríkur Einarsson formaður
Jón Pétur Líndal
Pétur Davíðsson
Árni Þór Helgason